Hálfur milljarður fyrir brunarústir

Bruninn var mikill og lagði reyk yfir stórt svæði höfuðborgarinnar.
Bruninn var mikill og lagði reyk yfir stórt svæði höfuðborgarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Reitir undirrituðu í dag kaupsamning um sölu á öllum eignarhlutum félagsins í Skeifunni 11 í Reykjavík, samtals um 1.691 fermetrar til Fannar-þvottaþjónustunnar ehf.

Söluverð fasteignanna er 565 milljónir króna og greiðist með reiðufé.

Í tilkynningu Reita til Kauphallarinnar kemur fram að salan muni ekki hafa áhrif á áætlaðan rekstrarhagnað Reita þar sem eignirnar hafa ekki verið í útleigu síðan í júlí 2014, en þær skemmdust þá í bruna. Engir fyrirvarar eru gerðir í kaupsamningi og mun afhending eignanna fara fram um miðjan janúar á næsta ári.

Eldurinn olli gríðarlegu tjóni og var hann m.a. stærsta tjón sem Tryggingamiðstöðin þurfti að bæta í tólf ár. Nettó tjón TM vegna brunans 240 millj­ón­ir króna, 232 milljónir fyrir Sjóvá og 250 milljónir fyrir VÍS.

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á upp­tök­um elds­voðans komst að þeirri niðurstöðu að sjálfs­íkveikja olli eldinum vegna hita og oxun­ar í hús­næði Fann­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK