Lítur málið alvarlegum augum

„Íslandsbanki lítur málið alvarlegum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn …
„Íslandsbanki lítur málið alvarlegum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn á því eftir hvaða leiðum gögnin komust í hendur óviðkomandi,“ segir í tilkynningu. mbl.is/Ómar

Ekk­ert bend­ir til þess að gögn um verðbréfaviðskipti sem fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum, komi frá Íslands­banka eða starfs­mönn­um hans. Það er niðurstaða rann­sókn­ar innri end­ur­skoðunar bank­ans.

Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir að gögn­in sem hafi verið til um­fjöll­un­ar hafi öll verið göm­ul og átt rót að rekja úr starf­semi Glitn­is banka hf. fyr­ir hrun.

Þá er bent á að gögn­in sem um ræðir séu háð þagn­ar­skyldu­ákvæði 58. gr. laga nr. 161/​2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

„Íslands­banki lít­ur málið al­var­leg­um og hyggst bank­inn óska eft­ir lög­reglu­rann­sókn á því eft­ir hvaða leiðum gögn­in komust í hend­ur óviðkom­andi,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Hags­muna­tengsl dóm­ara við Hæsta­rétt voru í umræðunni fyrr í mánuðinum í kjöl­far um­fjöll­un­ar frétta­stofu Stöðvar 2 og Kast­ljóss. Meðal ann­ars var fjallað um hluta­bréfa­eign nokk­urra dóm­ara í ís­lensku bönk­un­um fyr­ir hrun og í pen­inga­markaðssjóðum sem töpuðu tals­verðum fjár­mun­um í hrun­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka