Ísland orðið of „kúl“

Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins …
Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins er þó alveg hægt að fá sömu upplifun á Nýja-Sjálandi. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ísland er orðið of „kúl“ og mögu­lega er kom­inn tími til þess að „hvíla það“ sem áfangastað ferðamanna. Þetta kem­ur fram í grein The Bus­iness Insi­der um hvaða áfangastaði fólk á að forðast á næsta ári og hvert eigi að fara í staðinn.

Ísland er á list­an­um ásamt öðrum stöðum eins og Lund­ún­um, Nýju-Del­hi og Dubai.

Í grein­inni kem­ur fram að svo virðist sem fleiri ferðamenn séu hér á landi en íbú­ar og sækja þeir í drama­tískt lands­lag, heita hveri og hraun. „Horf­umst í augu við það. Ísland er kúl,“ skrif­ar blaðamaður­inn. „En það er vanda­málið. Ísland er ein­fald­lega orðið of kúl.“

Í staðinn fyr­ir að fara til Íslands sting­ur blaðamaður­inn upp á ferðalagi til Nýja-Sjá­lands. Er bent á að þrátt fyr­ir að vera hinum meg­in á hnett­in­um miðað við Ísland sé Nýja-Sjá­land full­kom­inn val­kost­ur fyr­ir þá sem vildu mögu­lega upp­haf­lega fara til Íslands. Er bent á að lands­lag Nýja-Sjá­lands sé al­veg eins drama­tískt og á Íslandi, með eld­fjöll­um og jökl­um.

Í grein­inni er fjallað um aðra áfangastaði sem ferðalang­ar ættu að forðast á næsta ári. Meðal þeirra er Dubai en þar er bent á að mikl­ar fram­kvæmd­ir standi yfir í borg­inni vegna heims­sýn­ing­ar­inn­ar sem eigi að vera þar árið 2020. Er frek­ar mælt með því að fara til Hong Kong á meðan fram­kvæmd­irn­ar ganga yfir.

Þá er fólki ráðlagt að sleppa stöðum eins og Times Square í New York-borg og fara held­ur til Brook­lyn. Þá eru Lund­ún­ir ekki tald­ar vera spenn­andi áfangastaður á næsta ári, sér­stak­lega þar sem þá hefjast fram­kvæmd­ir við Big Ben-turn­inn sem þýðir að ekk­ert mun heyr­ast í klukk­unni heims­frægu í þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK