EFTA-dómstóllinn hefur skilað af sér ráðgefandi áliti um túlkun á skilgreiningarákvæðum fjarskiptalaga nr. 81/2003 sem Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir í maí en málið tengist Vodafone-gagnalekanum árið 2013. Er það álit dómstólsins að vefkerfi Fjarskipta hf,. þ.e. Vodafone, sé hluti af sendikerfi sem heimili miðlun merkja og sé því rafrænt fjarskiptanet.
Frétt mbl.is: Leita til EFTA-dómstóls vegna fjarskiptalaga
Héraðsdómur óskaði eftir álitinu að eigin frumkvæði í framhaldi af ágreiningi Fjarskipta hf. og Póst- og fjarskiptastofnunar um skilgreiningu og túlkun hugtaka en síðarnefnda stofnunin hóf rannsókn á málinu í desember 2013. Snérist deilan um hvort að sú smáskilaboðaþjónusta sem Fjarskipti hf. veittu á „Mínum síðum“ fyrirtækisins, teljist vera fjarskiptaþjónusta sem veitt er á almennu fjarskiptaneti þess, sbr. 3. gr. Fjarskiptalaga.
Fjarskipti hf. töldu PFS ekki hafa valdsvið til að rannsaka málið þar sem þjónustan sem félagið veitti félli ekki undir gildissvið fjarskiptalaga. EFTA-dómstóllinn kemst hins vegar að annarri niðurstöðu og er á sama máli og Póst- og fjarskiptastofnun hvað varðar túlkunaratriðin. Er það álit EFTA-dómstólsins að vefkerfi Fjarskipta hf,. þ.e. Vodafone, sé hluti af sendikerfi sem heimili miðlun merkja og sé því rafrænt fjarskiptanet.
Álit EFTA-dómstólsins í heild.