Hagar kaupa í Skeifunni 11

Frá brunanum í Skeifunni sumarið 2014.
Frá brunanum í Skeifunni sumarið 2014. mbl.is/Golli

Í dag var skrifað undir kaupsamning um kaup Haga hf. á 4.706,3 fmeignarhluta í Skeifunni 11, auk hlutfallslegrar hlutdeildar í sameign.  Seljandi er Fönn-Þvottaþjónusta ehf.

Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar kemur fram að mjög lítill hluti fasteignarinnar sé í dag í útleigu þar sem stór hluti eignarinnar skemmdist í bruna árið 2014 og hefur ekki verið í útleigu síðan. Aðeins einn leigusamningur er í gildi en hann gildir til apríl 2017.

Kaupverðið er  1,71 milljarðar króna og verður fjármagnað úr sjóði. Gert er ráð fyrir afhendingu eignarinnar 13. janúar næstkomandi.

Í síðasta mánuði var sagt frá því að Reitir hefðu und­ir­rituðu kaup­samn­ing um sölu á öll­um eign­ar­hlut­um fé­lags­ins í sama húsi, Skeifunni 11, sam­tals um 1.691 fer­metr­ar til Fann­ar-þvottaþjón­ust­unn­ar ehf.

Fyrri frétt mbl.is: Hálfur milljarður fyrir brunarústir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK