Kínverjar einir enn með leyfi

4. janúar 2013 var leyfi vegna leitar og vinnslu kolefna …
4. janúar 2013 var leyfi vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. mbl.is/Styrmir Kári

Þrjú sérleyfi voru veitt til leitar og vinnslu á olíu á Drekasvæðinu árið 2013. Nú hefur tveimur þeirra verið skilað til stjórnvalda og er það aðeins kínverska olíufyrirtækið CNOOC sem er enn með leyfi. 

Í gær voru fjögur ár frá því að fyrstu tvö leyfin voru gefin út. Fimm fyr­ir­tæki stóðu á bak við hóp­ana tvo sem fengu út­hlutað leyfunum og voru þau undirrituð við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum á sínum tíma. Talað var um þetta sem fyrsta skrefið í ol­íuæv­in­týri Íslend­inga en nú er aðeins einn hópur sem enn leitar að olíu á svæðinu. Þriðja leyfið var síðan gefið út í nóvember 2013. 

Í gær barst tilkynning frá Orkustofnun þess efnis að fyrirtækin fyrirtækin Ithaca Petrolium, Kolvetni ehf og Petoro hefðu skilað sérleyfi sínu og hætt leit á svæðinu. Áður höfðu Faroe Petroleum skilað sínu leyfi í desember 2014.

Á vef Orku­stofn­un­ar kem­ur fram að leyf­is­haf­arn­ir sem skiluðu leyfi sínu í gær hafi safnað 1.000 km af end­urkasts­gögn­um á leyf­is­svæðinu sl. sum­ar í sam­ræmi við ákvæði leyf­is­ins. Túlk­un gagn­anna leiddi til þeirr­ar álykt­un­ar rekstr­araðilans að ekki væri ástæða til að halda áfram rann­sókn­um og skuld­binda sig til að tak­ast á við rann­sókn­aráætl­un sam­kvæmt öðrum áfanga leyf­is­ins.

Þriðji leyfishafinn, kínverska olíufélagið CNOOC, heldur rannsóknum sínum áfram í samræmi við rannsóknaáætlun leyfisins samkvæmt tilkynningu Orkustofnunnar frá því í gær.

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK