Vogunarsjóðir leita til EFTA-dómstólsins

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveir bandarískir vogunarsjóðir hafa áfrýjað niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í nóvember, þess efnis að íslensk löggjöf um eign á aflandskrónum standist samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), til EFTA-dómstólsins. 

Fjallað er um málið á fréttavef Bloomberg-fréttaveitunnar í dag en þar kemur fram að vogunarsjóðirnir, sem eigi milljónir dollara hér á landi á bak við fjármagnshöftin, telji að ESA hafi veitt íslenskum stjórnvöldum of mikið svigrúm í áliti sínu og ekki farið almennilega yfir rök Íslands fyrir nauðsyn þeirra aðgerða sem gripið hafi verið til.

Frétt mbl.is: Lög um aflandskrónur í samræmi við EES-samninginn

Vogunarsjóðirnir neituðu að samþykkja skilmála gjaldeyrisútboðs Seðlabanka Íslands og telja að íslensk stjórnvöld hafi engin rök fyrir því að meina þeim að skipta út eignum sínum í íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri á gildandi gengi hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK