Tæknirisinn Samsung gerir ráð fyrir því að hagnaður fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sé 50% meiri en á sama tíma árið áður. Svo virðist sem innkallanir á Samsung Note 7-símanum, sem átti að vera vara ársins hjá fyrirtækinu, hafi ekki haft áhrif á tekjurnar.
Gangi spár fyrirtækisins eftir er þetta mesti ársfjórðungshagnaður fyrirtækisins frá árinu 2013 og færi langt fram yfir spár sérfræðinga.
Það var mikið áfall fyrir Samsung í október þegar fyrirtækið neyddist til þess að taka Note 7-símann af markaði eftir að kviknaði ítrekað í rafhlöðum símanna. Þrátt fyrir það gerir fyrirtækið ráð fyrir því að hafa hagnast um 7,8 milljarða bandaríkjadala september, október, nóvember og desember.
BBC vitnar í tækniráðgjafann Bryan Ma sem bendir á að Samsung framleiðir ýmislegt annað en síma og að spurn eftir skjám og vinnsluminni frá Samsung væri alltaf mikil.
Á síðasta ári sagðist Samsung búast við því að innköllun símanna gæti orðið til þess að fyrirtækið tapaði 2,1 milljarði Bandaríkjadala.