Skúli í Subway kærður til héraðssaksóknara

Kæran var lögð fram 9. janúar.
Kæran var lögð fram 9. janúar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, og Guðmundur Hjaltason hafa verið kærðir til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota í tengslum við þrotabú EK 1923 ehf. Það er Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­son hf. heild­verzl­un, sem kærir þá Skúla og Guðmund fyrir auðgunarbrot, skjalabrot og ranga skýrslugjöf.

„Brot kærðu lýsa sér í því að þeir hafi með ólögmætum hætti tileinkað sér fyrir hönd Sjöstjörnunnar kr. 21.316.582 með því að láta starfsmann Íslandsbanka þann 15. mars 2016 millifæra þá fjárhæð af bundinni bankabók í eigu EK yfir á reikning Sjöstjörnunnar,“ segir m.a. í kærunni sem mbl.is hefur undir höndum.  Þar segir að með þessum hætti hafi Sjöstjarnan haldið fjárhæðinni með ótilhlýðilegum hætti frá öðrum kröfuhöfum þrátt fyrir að gjaldþrot EK væri yfirvofandi.

Sjöstjarnan er fasteignafélag í eigu Skúla en þá var hann einnig eigandi EK í gegnum eignarhaldsfélagið Leiti. Samkvæmt kærunni var Guðmundur framkvæmdastjóri Sjöstjörnunnar þegar meintu brotin áttu sér stað.

Uppfært kl 20:57: Í yfirlýsingu frá lögmanni Skúla og Guðmundar er ásökunum hafnað og millifærslan sögð vegna leigutryggingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK