Brúnegg til sölu

Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Kristinn Gylfi og bróðir …
Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Kristinn Gylfi og bróðir hans Björn eiga jafn­an hlut í fyr­ir­tæk­inu í gegn­um eign­ar­halds­fé­lög­in Bala ehf. og Geysi fjár­fest­inga­fé­lag ehf. mbl.is/Hjörtur

Fyr­ir­tækið Brúnegg er til sölu en leit­ar einnig nýrra fjár­festa. Ýmsir áhuga­sam­ir aðilar hafa haft sam­band að sögn Krist­ins Gylfa Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra og eins eig­anda Brúneggja en rætt er við hann í Frétta­blaðinu í dag.

Þar seg­ir hann ekk­ert óeðli­legt að aðilar í tengd­um grein­um sýni bú­inu áhuga.

„Það var metið að þetta bú væri með hátt í 18 til 20 pró­sent af markaðnum á sín­um tíma. Það er ljóst að Íslend­ing­um fjölg­ar, eggja­neysla er mik­il og er vax­andi og ferðamönn­um fjölg­ar. Þessi vara þarf að vera til,“ er haft eft­ir Kristni. Þá seg­ir hann að fyr­ir­tækið hafi ekki selt egg í búðir síðan að fjallað var um aðbúnað varp­hænsna fyr­ir­tæk­is­ins í fjöl­miðlum í nóv­em­ber. Seg­ir hann það mjög sér­stakt þar sem ekk­ert sé að eggj­un­um og að búin hafi starfs­leyfi.

„Við erum með veru­leg­an húsa­kost og annað og höf­um verið að stand­setja nýtt bú í Braut­ar­holti og erum með gott bú í Borg­ar­f­irði. Egg­in hafa safn­ast upp en við höf­um einnig dregið úr fram­leiðslunni,“ er haft eft­ir Kristni.

Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Krist­inn Gylfi og bróðir hans Björn eiga jafn­an hlut í fyr­ir­tæk­inu í gegn­um eign­ar­halds­fé­lög­in Bala ehf. og Geysi fjár­fest­inga­fé­lag ehf. Hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins árið 2015 nam 41,8 millj­ón­um króna og högnuðust bræðurn­ir báðir um tæp­ar 100 millj­ón­ir króna á sama tíma.  

Fyrri frétt mbl.is: Högnuðust um 100 millj­ón­ir hvor

Í lok 2015 námu eign­ir fé­lags­ins 395,6 millj­ón­um króna og bók­fært eigið fé nam 122,6 millj­ón­um.

Bali ehf., sem er í eigu Björns hagnaðist um 96,9 millj­ón­ir króna á síðasta ári en Geys­ir fjár­fest­inga­fé­lag, sem er í eigu Krist­ins Gylfa um 97,3 millj­ón­ir. Frá ár­inu 2010 hafa Brúnegg hagn­ast um 219 millj­ón­ir króna. Hagnaður síðasta árs ligg­ur ekki fyr­ir.

Kristinn Gylfi Jónsson, annar eigandi Brúneggja.
Krist­inn Gylfi Jóns­son, ann­ar eig­andi Brúneggja. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK