Brúnegg til sölu

Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Kristinn Gylfi og bróðir …
Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Kristinn Gylfi og bróðir hans Björn eiga jafn­an hlut í fyr­ir­tæk­inu í gegn­um eign­ar­halds­fé­lög­in Bala ehf. og Geysi fjár­fest­inga­fé­lag ehf. mbl.is/Hjörtur

Fyrirtækið Brúnegg er til sölu en leitar einnig nýrra fjárfesta. Ýmsir áhugasamir aðilar hafa haft samband að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, framkvæmdastjóra og eins eiganda Brúneggja en rætt er við hann í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir hann ekkert óeðlilegt að aðilar í tengdum greinum sýni búinu áhuga.

„Það var metið að þetta bú væri með hátt í 18 til 20 prósent af markaðnum á sínum tíma. Það er ljóst að Íslendingum fjölgar, eggja­neysla er mikil og er vaxandi og ferðamönnum fjölgar. Þessi vara þarf að vera til,“ er haft eftir Kristni. Þá segir hann að fyrirtækið hafi ekki selt egg í búðir síðan að fjallað var um aðbúnað varphænsna fyrirtækisins í fjölmiðlum í nóvember. Segir hann það mjög sérstakt þar sem ekkert sé að eggjunum og að búin hafi starfsleyfi.

„Við erum með verulegan húsakost og annað og höfum verið að standsetja nýtt bú í Brautarholti og erum með gott bú í Borgarfirði. Eggin hafa safnast upp en við höfum einnig dregið úr framleiðslunni,“ er haft eftir Kristni.

Í árs­reikn­ingi Brúneggja má sjá að Kristinn Gylfi og bróðir hans Björn eiga jafn­an hlut í fyr­ir­tæk­inu í gegn­um eign­ar­halds­fé­lög­in Bala ehf. og Geysi fjár­fest­inga­fé­lag ehf. Hagnaður fyrirtækisins árið 2015 nam 41,8 millj­ón­um króna og högnuðust bræðurnir báðir um tæp­ar 100 millj­ón­ir króna á sama tíma.  

Fyrri frétt mbl.is: Högnuðust um 100 milljónir hvor

Í lok 2015 námu eign­ir fé­lags­ins 395,6 millj­ón­um króna og bók­fært eigið fé nam 122,6 millj­ón­um.

Bali ehf., sem er í eigu Björns hagnaðist um 96,9 millj­ón­ir króna á síðasta ári en Geys­ir fjár­fest­inga­fé­lag, sem er í eigu Krist­ins Gylfa um 97,3 millj­ón­ir. Frá ár­inu 2010 hafa Brúnegg hagn­ast um 219 millj­ón­ir króna. Hagnaður síðasta árs liggur ekki fyrir.

Kristinn Gylfi Jónsson, annar eigandi Brúneggja.
Kristinn Gylfi Jónsson, annar eigandi Brúneggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK