Santander spáir erfiðu ári í Bretlandi

Heilt yfir þénaði bankinn 6,2 milljarða evra á árinu og …
Heilt yfir þénaði bankinn 6,2 milljarða evra á árinu og eignaðist 4 milljónir nýrra viðskiptavina. Í dag eru viðskiptavinir bankans 125 milljónir talsins. AFP

Spænski bankinn Santander hefur varað við því að árið 2017 gæti orðið erfitt fyrir reksturinn í Bretlandi eftir að hagnaður bankans lækkaði töluvert í kjölfar Brexit.

Hagnaðurinn í Bretlandi lækkaði um næstum því 15% og er það að mestu tengt við lækkun pundsins gagnvart Evrunni í kjölfar ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu.

Þá er nýr 8% bankaskattur í Bretlandi einnig talinn hafa áhrif. Hinsvegar jókst hagnaður bankans á heimsvísu um 4% eftir sérstaklega gott ár í Brasilíu en þar jókst hagnaður bankans um 9,5% á árinu. 

Heilt yfir þénaði bankinn 6,2 milljarða evra á árinu og eignaðist 4 milljónir nýrra viðskiptavina. Í dag eru viðskiptavinir bankans 125 milljónir talsins.

Um einn fimmti hagnaðar bankans kemur frá Bretlandi, en hann nam 1,68 milljarði evra og minnkaði um 14,7% milli ára.  Með tilliti til gengisbreytinga var breytingin þó aðeins 4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK