Opna Gló í Kaupmannahöfn

Veitingastaðurinn verður sá stærsti í Magasin og staðsettur í matarkjallara …
Veitingastaðurinn verður sá stærsti í Magasin og staðsettur í matarkjallara verslunarkeðjunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gló mun opna nýjan veitingastað í Magasin du Nord við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í júní. Veitingastaðurinn verður sá stærsti í Magasin og staðsettur í matarkjallara verslunarkeðjunnar. Þetta verður fimmti veitingastaður Gló og sá fyrsti utan Íslands. Er þetta fyrsta skref Gló í átt að frekari útbreiðslu staðarins utan Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gló.

„Magasin leitaði til okkar fyrir um tveimur árum með þá hugmynd að byggja upp og reka veitingastað í nafni Gló í Magasin du Nord. Síðan þróaðist hugmyndin og nú höfum við gengið frá samningum og uppbyggingin er framundan. Þetta er afar spennandi verkefni og mikil viðurkenning á okkar starfi og þeirri hugmyndafræði sem Solla hefur lagt áherslu á að kynna hér heima og erlendis,” er haft eftir Elíasi Guðmundssyni einum eigenda Gló.

Veitingastaður Gló í Magasin verður 260 fermetrar að flatarmáli. Útlit, mörkun og áherslur á staðnum voru unnar með M Worldwide, breskri hönnunarstofu sem sérhæfir sig í hönnun verslana, í samstarfi við Hvíta húsið. M Worldwide hefur unnið með stórum alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Apple, Sainsbury’s, Vodafone og fleirum.

Veitingastaður Gló í Magasin verður fimmti veitingastaður fyrirtækisins. Gló rekur nú þegar fjóra veitingastaði en staðurinn er í eigu Birgis Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. 

Staðurinn verður 260 fermetrar að flatarmáli.
Staðurinn verður 260 fermetrar að flatarmáli.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK