Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess að leggjast gegn kaupum Múlakaffis ehf. og Dalsáróss ehf. á Brúneggjum ehf. Þetta kemur fram í ákvörðun stofnunarinnar. Hins vegar kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins að kaupin hafi ekki gengið eftir.
Mikil umræða varð um Brúnegg á síðasta ári í kjölfar umfjöllunar Kastljóss Ríkisútvarpsins um aðbúnað hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið fullyrti að um gamlar upplýsingar væri að ræða en afleiðingarnar urðu þær að sala á vörum þess hrundi.