Samsung-erfinginn ákærður

Lee Jae-Yong, erfingi og varaformaður stjórnar Samsung samsteypunnar.
Lee Jae-Yong, erfingi og varaformaður stjórnar Samsung samsteypunnar. AFP

Erfingi Samsung veldisins og fjórir aðrir yfirmenn stærsta snjallsímaframleiðanda heims voru  í dag ákærðir fyrir margvísleg brot, þar á meðal mútur og  fjárdrátt, að sögn ríkissaksóknara Suður-Kóreu. 

Talsmaður hópsins sem rannsakar spillingarmál sem meðal annars Park Geun-Hye, forseti Suður-Kóreu, blandast inn í, Lee Kyu-Chul, segir að varaformaður stjórnar Samsung, Lee Jae-Yong, hafi meðal annars verið ákærður fyrir mútur, fjárdrátt, fela eignir á erlendum reikningum og að bera ljúgvitni. 

Trúnaðarvinkona forsetans, Choi Soon-Sil, uppnefnd „Raspútín Kóreu“, er sökuð um að hafa notfært sér samband þeirra til að knýja fram fjárframlög að andvirði sjö milljarða króna frá fyrirtækum, m.a. Samsung, til stofnunar sem hún stjórnar. 

Lee var handtekinn fyrr í mánuðinum en hann hefur stýrt Samsung-samstæðunni eftir að faðir hans fékk hjartaáfall árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK