Ekki mikil breyting fyrir almenning

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öll fjár­magns­höft verða af­num­in á morg­un en dag­ur­inn verður lík­lega frek­ar viðburðalít­ill fyr­ir al­menn­ing þar sem búið er að létta höft­um upp að mjög háu há­marki. Áhrif­anna gæt­ir frek­ar á lengri tíma seg­ir Gylfi Magnús­son, dós­ent í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands. 

Frá og með ára­mót­um hef­ur verið hægt að eiga viðskipti með er­lend verðbréf og taka út er­lend­an gjald­eyri fyr­ir allt að 100 millj­ón­ir króna. Gylfi bend­ir á að þetta sé langt um­fram það sem venju­leg­ir launþegar séu að ráðstafa í er­lend­ar fjár­fest­ing­ar og tel­ur hann að hafta­los­un­in muni því ekki hafa mik­il áhrif á al­menn­ing þegar í stað. „Alla vega ekki í þeim skiln­ingi að fólk verði skyndi­lega að fara með háar fjár­hæðir til út­landa,“ seg­ir hann.

„En auðvitað verður fólk fyr­ir áhrif­um af þessu með öðrum hætti og það skil­ar sér vænt­an­legra á lengri tíma,“ seg­ir Gylfi.

„Þetta er ákveðið skref fyr­ir hag­kerfið og mun vænt­an­lega bæta stöðu þess í alþjóðlegu til­liti,“ seg­ir hann og bæt­ir við að rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja sem eigi í reglu­leg­um sam­skipt­um við út­lönd eða séu þar með rekst­ur verði mun eðli­legra. „Það er gott fyr­ir hag­kerfið þar sem við þurf­um blóm­leg­an þannig geira til þess að ná hag­vexti og fram­förum í efna­hags­mál­um. Það er já­kvætt og mun von­andi skila sér. En það tek­ur lang­an tíma að hafa áhrif á lífs­kjör meðal­manns­ins.“

Óvíst er hvaða áhrif haftalosun mun hafa á krónuna og …
Óvíst er hvaða áhrif hafta­los­un mun hafa á krón­una og eru það helstu áhrif­in sem aðgerðin hef­ur á al­menn­ing. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Ber­skjölduð króna

Spurður um mögu­leg nei­kvæð áhrif hafta­los­un­ar á al­menn­ing bend­ir Gylfi á að krón­an verði ekki leng­ur var­in af höft­um. „Þetta þýðir í grund­vall­ar­atriðum að við verðum með svipað fyr­ir­komu­lag og flest ná­granna­lönd­in. Gjald­miðil sem ekki er var­inn af höft­um og flýt­ur upp og niður eft­ir markaðsöfl­un­um. Krón­an er mjög lít­ill og sögu­lega séð mjög óstöðugur gjald­miðill og við ætt­um að fá ein­hverj­ar sveifl­ur sem hafa auðvitað áhrif á lífs­kjör og út­flutn­ings­at­vinnu­veg­inn. Það get­ur valdið vand­ræðum fyr­ir þá sem starfa í þeim geira.“

„Það eru bara helstu ókost­ir fljót­andi geng­is sem við stönd­um núna ber­skjölduð frammi fyr­ir. Ekki mikið öðru­vísi hér en ann­ars staðar,“ seg­ir Gylfi Magnús­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK