Margir keyptu gjaldeyri í dag

Krónan hefur veikst gagnvart evrunni í dag.
Krónan hefur veikst gagnvart evrunni í dag. AFP

Ljóst er að sumir ætla að tryggja sig fyrir mögulegum gengisbreytingum á komandi misserum þar sem mikið hefur verið að gera í útibúum bankanna í dag og hefur þá verið meira um gjaldeyrisviðskipti en á venjulegum degi.

Þar til í dag hefur íslenska krónan verið að styrkjast viðstöðulaust og stendur hún enn þá sterk gagnvart helstu gjaldmiðlum þrátt fyrir veikingu dagsins. Krónan hefur veikst um þrjú til fjögur prósentustig gagnvart helstu gjaldmiðlum í dag. Hefur gengi evru hækkað um 3,06% og stendur í 118,6 krónum en það er svipað og var um áramótin. 

Krónan gæti ýmist styrkst eða veikst eftir haftalosun og fer það eftir mögulegu inn- eða útflæði fjármagns. Seðlabankinn ræður mestu þar um og getur hann beitt gjaldeyrisforða sínum til að róa krónuna. Hafa þó flestir greiningaraðilar spáð frekari styrkingu á árinu.

Að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, hefur verið nokkuð mikið að gera í útibúum bankans í dag og segir hann eitthvað meira vera um gjaldeyrisviðskipti en á venjulegum degi.

Töluvert mikið hefur verið um gjaldeyrisviðskipti í dag.
Töluvert mikið hefur verið um gjaldeyrisviðskipti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er staðan svipuð þar og hefur verið meira um gjaldeyrisviðskipti í dag en á venjulegum degi. Er þá einkum um að ræða fólk á leið til útlanda á næstunni.

Þá hefur einnig verið nokkuð um að viðskiptavinir hafi verið að leggja beint inn á gjaldeyrisreikninga án þess að fá seðla í hendur. Í dag hefur fólk heimild til að leggja allt að 100 milljónir króna inn á gjaldeyrisreikning en frá og með morgundeginum verður heimildin ótakmörkuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka