Margir keyptu gjaldeyri í dag

Krónan hefur veikst gagnvart evrunni í dag.
Krónan hefur veikst gagnvart evrunni í dag. AFP

Ljóst er að sum­ir ætla að tryggja sig fyr­ir mögu­leg­um geng­is­breyt­ing­um á kom­andi miss­er­um þar sem mikið hef­ur verið að gera í úti­bú­um bank­anna í dag og hef­ur þá verið meira um gjald­eyrisviðskipti en á venju­leg­um degi.

Þar til í dag hef­ur ís­lenska krón­an verið að styrkj­ast viðstöðulaust og stend­ur hún enn þá sterk gagn­vart helstu gjald­miðlum þrátt fyr­ir veik­ingu dags­ins. Krón­an hef­ur veikst um þrjú til fjög­ur pró­sentu­stig gagn­vart helstu gjald­miðlum í dag. Hef­ur gengi evru hækkað um 3,06% og stend­ur í 118,6 krón­um en það er svipað og var um ára­mót­in. 

Krón­an gæti ým­ist styrkst eða veikst eft­ir hafta­los­un og fer það eft­ir mögu­legu inn- eða út­flæði fjár­magns. Seðlabank­inn ræður mestu þar um og get­ur hann beitt gjald­eyr­is­forða sín­um til að róa krón­una. Hafa þó flest­ir grein­ing­araðilar spáð frek­ari styrk­ingu á ár­inu.

Að sögn Har­ald­ar Guðna Eiðsson­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Ari­on banka, hef­ur verið nokkuð mikið að gera í úti­bú­um bank­ans í dag og seg­ir hann eitt­hvað meira vera um gjald­eyrisviðskipti en á venju­leg­um degi.

Töluvert mikið hefur verið um gjaldeyrisviðskipti í dag.
Tölu­vert mikið hef­ur verið um gjald­eyrisviðskipti í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­bank­an­um er staðan svipuð þar og hef­ur verið meira um gjald­eyrisviðskipti í dag en á venju­leg­um degi. Er þá einkum um að ræða fólk á leið til út­landa á næst­unni.

Þá hef­ur einnig verið nokkuð um að viðskipta­vin­ir hafi verið að leggja beint inn á gjald­eyr­is­reikn­inga án þess að fá seðla í hend­ur. Í dag hef­ur fólk heim­ild til að leggja allt að 100 millj­ón­ir króna inn á gjald­eyr­is­reikn­ing en frá og með morg­un­deg­in­um verður heim­ild­in ótak­mörkuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK