Minna gjaldeyriseftirlit

Af­nám gjald­eyr­is­hafta mun hafa áhrif á starf­semi Seðlabanka Íslands en í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri að ekki þurfi að fram­fylgja gjald­eyr­is­regl­um þegar gjald­eyr­is­höft séu ekki við lýði. 

„Þó er ekki þar með sagt að ekki verði gjald­eyris­eft­ir­lit, það verður kannski minna, en það á eft­ir að fara yfir það,“ sagði Már.

„Hins veg­ar þarf að safna miklu betri upp­lýs­ing­um um gjald­eyr­is­strauma og gjald­eyr­is­stöður en gert var fyr­ir hrun. En það verður meira hluti af al­mennu fjár­mála­stöðug­leika­eft­ir­liti.“

Frá og með morg­un­deg­in­um mun Seðlabank­inn nýta heim­ild í lög­um um gjald­eyr­is­mál til að veita und­anþágur frá þeim tak­mörk­un­um á gjald­eyrisviðskipt­um og fjár­magns­hreyf­ing­um sem nú gilda. Það ger­ir hann með út­gáfu á nýj­um regl­um um gjald­eyr­is­mál. Þær hafa verið birt­ar á vef bank­ans og taka gildi á morg­un.

Spurður hvort af­nám gjald­eyr­is­hafta kalli á upp­sagn­ir í gjald­eyris­eft­ir­liti bank­ans vís­ar Stefán Jó­hann Stef­áns­son, upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans, til orða Más og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um voru 22 starfs­menn fa­stráðnir við gjald­eyris­eft­ir­litið um ára­mót­in og einn laus­ráðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK