Töluverðar hækkanir í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Markaðir virðast bregðast vel við frétt­um af hafta­los­un en gengi flestra hluta­bréfa hef­ur hækkað í Kaup­höll­inni í morg­un. Mest hafa hluta­bréf Icelanda­ir hækkað um tæp 3% í 168 millj­óna króna veltu. 

Mesta velt­an hef­ur verið með bréf Haga en hún nem­ur 350 millj­ón­um króna og hafa bréf­in hækkað um 0,22%. Ein­ung­is bréf Sím­ans hafa lækkað um 1,10%.

Úrvals­vísi­tal­an hef­ur hækkað um 1,03% í viðskipt­um dags­ins.

Til­kynnt var um hafta­los­un í gær og verða öll fjár­magns­höft af­num­in frá og með þriðju­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK