Töluverðar hækkanir í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Markaðir virðast bregðast vel við fréttum af haftalosun en gengi flestra hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í morgun. Mest hafa hlutabréf Icelandair hækkað um tæp 3% í 168 milljóna króna veltu. 

Mesta veltan hefur verið með bréf Haga en hún nemur 350 milljónum króna og hafa bréfin hækkað um 0,22%. Einungis bréf Símans hafa lækkað um 1,10%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,03% í viðskiptum dagsins.

Tilkynnt var um haftalosun í gær og verða öll fjármagnshöft afnumin frá og með þriðjudegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK