Enginn gerði fyrirvara við útboðið

mbl.is/Ómar

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabanka Íslands geng­ust fjár­magnseig­end­ur sem tóku þátt í síðasta af­l­andskrónu­út­boði und­ir skil­mála þess og voru eng­ir fyr­ir­var­ar gerðir við það. 

Í af­l­andskrónu­út­boðinu sem fór fram 16. júní bauðst bank­inn til að kaupa af­l­andskrónu­eign­ir á geng­inu 190 krón­ur á evru. Al­mennt gengi evru á þeim tíma var um 140 krón­ur. Alls bár­ust 1.715 til­boð og var 1.688 til­boðum tekið eða 98,4%. Niðurstaðan varð sú að Seðlabank­inn greiddi and­virði 47 millj­arða króna í gjald­eyri fyr­ir 72 millj­arða af­l­andskróna.

Heild­ar­upp­hæð af­l­andskróna nam þá rúm­um 300 millj­örðum króna og losnaði því alls ekki um þær all­ar í útboðinu. Stór­ir sjóðir sátu hjá og töldu aðgerðirn­ar brjóta gegn stjórn­ar­skrár­vörðum rétti þeirra.

Sam­hliða al­mennri aflétt­ingu hafta hef­ur ríkið samið við þá sem eft­ir sátu um að kaupa evr­ur á geng­inu 137,5.

Í Frétta­blaðinu í dag er haft eft­ir Helga Pétri Magnús­syni lög­manni sem unnið hef­ur fyr­ir krónu­eig­end­ur að til standi að at­huga hvort ein­hverj­ir sem tekið hafi þátt í útboðinu hafi gert fyr­ir­vara við það. Gætu þeir sam­kvæmt því átt kröfu á rík­is­sjóð.

Stefán Jó­hann Stef­áns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Seðlabank­ans, seg­ir skil­mála útboðsins hafa verið op­in­bera og skýra. All­ir sem tóku þátt hafi geng­ist und­ir þá og voru eng­ir fyr­ir­var­ar gerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK