Lítil breyting hefur orðið á gengi íslensku krónunnar í morgun en þó hefur hún veikst lítillega gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrishöftum var aflétt í dag.
Í gær veiktist krónan um 2,7% gagnvart evru og Bandaríkjadal en gagnvart sömu myntum er veikingin í dag í kringum 1%.
Í Morgunblaðinu er haft eftir Ásgeiri Jónssyni forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands að Íslendingar megi búast við gengislækkunum. Sagði hann þó að það kæmi honum á óvart ef krónan myndi veikjast strax í dag.
Þrátt fyrir að í dag sé búið að afnema gjaldeyrishöft á útflæði fjármagns að mestu eru þó áfram miklar skorður á innflæði fjármagns.