Lítil breyting á krónunni

AFP

Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á gengi ís­lensku krón­unn­ar í morg­un en þó hef­ur hún veikst lít­il­lega gagn­vart helstu gjald­miðlum. Gjald­eyr­is­höft­um var aflétt í dag. 

Í gær veikt­ist krón­an um 2,7% gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal en gagn­vart sömu mynt­um er veik­ing­in í dag í kring­um 1%.

Í Morg­un­blaðinu er haft eft­ir Ásgeiri Jóns­syni for­seta hag­fræðideild­ar Há­skóla Íslands að Íslend­ing­ar megi bú­ast við geng­is­lækk­un­um. Sagði hann þó að það kæmi hon­um á óvart ef krón­an myndi veikj­ast strax í dag. 

Þrátt fyr­ir að í dag sé búið að af­nema gjald­eyr­is­höft á út­flæði fjár­magns að mestu eru þó áfram mikl­ar skorður á inn­flæði fjár­magns.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK