Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, …
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynntu afnám gjaldeyrishafta á sunnudag. mbl.is/Golli

Banda­ríski vog­un­ar­sjóður­inn Loom­is Say­les hef­ur hafnað til­boði ís­lenskra stjórn­valda um kaup á af­l­andskrón­um. Í sam­tali við Reu­ters bend­ir talskona Loom­is á að markaðsgengi krón­unn­ar gagn­vart evru sé 18% lægra en kaup­gengið sam­kvæmt samn­ingn­um.

Sam­kvæmt samn­ingn­um er boðist til að kaupa af­l­andskrónu­eign­ir á geng­inu 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una. Loom­is bend­ir á að markaðsgengið hafi verið 118 á miðviku­dag. Á Loom­is um 33 millj­arða í af­l­andskrón­um eða um þriðjung þess sem eft­ir stend­ur.

Er gengið sam­kvæmt samn­ingn­um þó mun hag­stæðara en það sem fékkst í síðasta útboði Seðlabank­ans en það var 190 krón­ur fyr­ir hverja evru.

Í frétt Reu­ters seg­ir að vog­un­ar­sjóðirn­ir Aut­onomy Capital, Eaton Vance og Disco­very Capital Mana­gement hafi ekki viljað veita upp­lýs­ing­ar um hvort þeir hafi gengið að til­boði stjórn­valda.

Fengu þeir tveggja vikna frest.

Á blaðamanna­fund­in­um á sunnu­dag var upp­lýst að af­l­andskrónu­eign­ir næmu nú 195 millj­örðum króna. Jafn­framt kom fram að eig­end­ur um helm­ings þeirra hefðu þegar gengið að til­boði bank­ans um 137,5 krón­ur fyr­ir hverja evru. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK