Mikil veiking krónunnar ólíkleg

Hrafn Steinarsson hjá Greiningardeild Arion banka.
Hrafn Steinarsson hjá Greiningardeild Arion banka. Kristinn Ingvarsson

Krón­an hef­ur veikst lít­il­lega í morg­un eft­ir styrk­ingu í gær. Hrafn Stein­ars­son hjá Grein­ing­ar­deild Ari­on banka tel­ur ólík­legt að breyt­ing­ar í kjöl­far hafta­los­un­ar skapi mik­inn þýst­ing á gengi krón­unn­ar til veik­ing­ar.

Geng­is­breyt­ing­ar hafa ekki verið mjög öfl­ug­ar í kjöl­far hafta­los­un­ar og spurður hvort það gefi vís­bend­ingu um kom­andi tíma seg­ir Hrafn ómögu­legt að spá fyr­ir um geng­isþróun næstu daga og vikna. Frek­ar megi þó leiða lík­ur að því að skamm­tíma flökt auk­ist í ljósi þess að fjár­magns­flæði sé nú að mestu leyti frjálst. Eng­ar höml­ur eru á fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða á er­lend­um mörkuðum og einnig er ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um frjálst að fjár­festa er­lend­is. „Engu að síður telj­um við ólík­legt að þessi breyt­ing skapi mik­inn þrýst­ing á gengi krón­unn­ar til veik­ing­ar,“ seg­ir Hrafn.

Krón­an hef­ur veikt um 0,4% til 1,8% gagn­vart helstu gjald­miðlum í morg­un. Evr­an hef­ur hækkað um 1,23% gagn­vart krón­unni og Banda­ríkja­dal­ur um 0,4%.

Nokkr­ir þætt­ir geta ýtt und­ir styrk­ingu

„Hafa þarf í huga að í fyrra var metaf­gang­ur af viðskipt­um við út­lönd eða um 8% af vergri lands­fram­leiðslu. Einnig var merki um aukn­ar gjald­eyr­is­varn­ir fyr­ir­tækja í fyrra en það get­ur ýtt und­ir styrk­ingu krón­unn­ar,“ seg­ir Hrafn.

„Þá er ekki ólík­legt að los­un fjár­magns­hafta hafi já­kvæð áhrif á láns­hæf­is­mat rík­is­ins og að Ísland muni í aukn­um mæli verða áhuga­verður fjár­fest­inga­kost­ur fyr­ir er­lenda fjár­festa, og það á líka við um beina er­lenda fjár­fest­ingu.“

AFP

Löngu tíma­bært skref

Hrafn bend­ir á að hingað til hafi skort gjald­eyr­isút­streymi og því hafi Seðlabank­inn verið nán­ast einn í því að leggj­ast gegn styrk­ingu krón­unn­ar með gjald­eyr­is­inn­grip­um og stækk­un á hrein­um gjald­eyr­is­forða.

„Það er því löngu tíma­bært að stíga þetta skref að losa frek­ar um höft­in, skapa for­send­ur fyr­ir eðli­legt gjald­eyr­isút­streymi og freista þess að meira jafn­vægi ná­ist á gjald­eyr­is­markaði,“ seg­ir hann.

„Þró­un­in á næstu miss­er­um á svo eft­ir að leiða í ljós hvert jafn­væg­is­gengið er og hvort Seðlabank­an­um tekst að tempra skamm­tíma geng­is­sveifl­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK