Hæstiréttur hefur vísað frá dómi héraðsdóms þar sem félagið Molden Enterprises Limited hafði verið dæmt til að greiða Sjóklæðagerðinni hf. eða 66°Norður alls 186 milljónir króna.
Molden Enterprises Limited var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra til að greiða 66°Norður um 185 milljónir vegna dómsmáls sem fyrrverandi forstjóri fataframleiðandans vann gegn því fyrir Hæstarétti.
Sjóklæðagerðin höfðaði mál á hendur félaginu á þeirri forsendu að félagið hefði áður lofað að það myndi bæta Sjóklæðagerðinni þann kostnað sem yrði vegna starfsloka fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjórinn var með heimilisfesti í Möltu.