Costco ákveður opnunardag

Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni.
Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Costco hef­ur loks ákveðið opn­un­ar­dag á Íslandi en vöru­húsið verður opnað viðskipta­vin­um klukk­an níu að morgni þriðju­dags­ins 23. maí. Sue Know­les upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir fram­kvæmd­ir ganga sam­kvæmt áætl­un.

Hún seg­ir að 190 manns hafi verið ráðnir til starfa í versl­un­inni en aðeins einn starfsmaður kem­ur að utan, þ.e. Bret­inn Brett Vig­elskas sem verður versl­un­ar­stjóri. Ráðning­ar standa þó enn yfir og seg­ir Know­les að stjórn­end­ur taki ennþá við um­sókn­um.

Þá seg­ir hún for­svars­menn mjög ánægða með viðtök­urn­ar og fjölda aðild­ar­um­sókna en vill þó ekki gefa upp ná­kvæm­an fjölda. Steve Papp­as, fram­kvæmda­stjóri Costco í Bretlandi, sagði þó í sam­tali við mbl á dög­un­um að þúsund­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja hefðu sótt um aðild.

Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa …
Mikið er um að vera í Kaup­túni í Garðabæ þessa dag­ana þar sem stefnt er að opn­un Costco. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK