Sólning lækkar verð um allt að 40%

mbl.is/Rósa Braga

Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40% vegna hagstæðara gengis, tollaniðurfellingar og lægra innkaupsverðs. Framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið verði með lægsta verðið á dekkjum hér á landi eftir breytingarnar.

Þá geta viðskiptavinir séð kostnaðinn við dekkjakaup á nýrri heimasíðu fyrirtækisins. „Ferlið við dekkjasölu verður hér eftir gagnsærra og auðveldara og geta viðskiptavinir með enn einfaldari hætti séð kostnaðinn við dekkjakaup með því að fara inn á heimasíðuna okkar eða með því að mæta til okkar,“ segir Gunnar S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar.

„Hagstæðara gengi, tollaniðurfellingar og lægra innkaupsverð gerir þessa lækkun mögulega og gagnsæið í verði og vöruframboði verður hér eftir mun betra. Dekk eru eitthvað sem við þurfum flest á að halda og það á ekki að vera flókið ferli að verða sér úti um þau,“ segir Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka