363,7 milljóna hagnaður hjá Auðhumlu

Skyr í verslun í Finnlandi.
Skyr í verslun í Finnlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Afkoma Auðhumlusamstæðunnar árið 2016 var 363,7 milljóna króna hagnaður eftir skatta en var 137 milljóna króna tap árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðhumlu en þar segir að viðsnúninginn megi fyrst og fremst rekja til tekna af erlendri starfsemi tengdri skyrsölu og hagnaðar af eignasölu.

Heildarlaunagreiðslur hjá félaginu og dótturfyrirtækjum námu 3.183 milljónum króna en eigið fé samstæðunnar var 7.505 milljónir króna í árslok.

„Kúabændum sem leggja inn mjólk til Auðhumlu fækkaði um 38 árið 2016 og er það hraðari fækkun en hefur verið um árabil en  innleggjendur í árslok voru 546. Margt bendir til að viðlíka fækkun verði á yfirstandandi ári og verði innleggjendur þá um 500 í lok þessa árs,“ segir í tilkynningunni.

Þess ber að geta að ársreikningur Auðhumlu nær til Auðhumlu svf. og dótturfélaga. Þau eru Mjólkursamsalan ehf., Bitruháls ehf. og Kostur ehf. Reikningurinn nær einnig til Mjólkurbús Flóamanna ehf. og Norðurmjólkur ehf. sem eru ekki í rekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK