„Þetta var til skammar“

United Airlines hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu daga.
United Airlines hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu daga. AFP

Forstjóri flugfélagsins Emirates hefur gagnrýnt flugfélagið United Airlines harðlega fyrir að hafa látið draga farþega úr vél félagsins í síðustu viku. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en maðurinn hlaut m.a. heilahristing við það að vera dreginn úr vélinni.

„Þetta var til skammar,“ sagði Tim Clark, forstjóri Emirates í samtali við blaðamann CNN. „Þetta smánar allan flugbransann í heild.“

Í viðtalinu sagði Clark að Emirates myndi aldrei bregaðst við eins og starfsmenn United Airlines sem völdu fjóra farþega af handahófi sem áttu að yfirgefa þotuna vegna yfirbókunnar. Einn farþegi neitaði að fara og var dreginn út.

Sagði Clark atvikið einkenna menninguna innan fyrirtækisins sem byrjaði hjá stjórninni og framkvæmdastjóra og breiddi úr sér niður allt fyrirtækið. Sagði hann jafnframt að hann hefði sagt af sér hefði hann verið í sömu stöðu og framkvæmdastjóri United Airlines, Oscar Munoz. Munoz hefur ítrekað boðist afsökunar á atvikinu og sagst ætla að taka fulla ábyrgð. Hinsvegar hefur stjórnin lýst yfir stuðningi við Munoz og enginn hjá flugfélaginu hefur misst vinnuna vegna málsins.

Clarke segir að hann hefði farið lengra væri hann í sporum Munoz. Sagði hann að hann myndi gera allt sem hann gæti til þess að komast að því hvað fór úrskeiðis. „Það væri sennilega það síðasta sem ég myndi gera áður en ég myndi segja af mér,“ sagði Clarke.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK