Jón Björnsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík). Markmið ráðstefnuborgarinnar er, samkvæmt fréttatilkynningu, að efla hlut funda-, ráðstefnu-, viðburða- og hvataferða innan ferðaþjónustunnar. Hlutverk Jóns verður að sækja stærri alþjóðleg verkefni til landsins.
„Jón hefur reynslu af verkefnastjórnun, markaðs- og sölumálum og síðastliðin ár hefur hann sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum tengdum ferðaþjónustu. Jón er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og er viðskiptafræðingur af markaðssviði við Háskóla Íslands,“ samkvæmt fréttatilkynningu.