Vísað úr flugvél fyrir að nota salernið

Hamilton reynir að útskýra mál sitt fyrir starfsmanni Delta.
Hamilton reynir að útskýra mál sitt fyrir starfsmanni Delta. Skjáskot/Youtube

Farþega var vísað úr flugvél bandaríska félagsins Delta sökum þess að hann notaði salernið á meðan vélin var í biðstöðu á flugbraut í Atlanta. Myndband náðist af atvikinu og hefur það vakið mikla athygli. 

Farþegar höfðu beðið í vélinni sem var í biðstöðu á flugbrautinni í þrjátíu mínútur þegar hinn 39 ára gamli Kima Hamilton óskaði eftir því að fá að nota salernið. Flugþjónar neituðu honum um það og báðu hann um að sitja áfram í sæti sínu. Hamilton hlýddi fyrirmælunum og sat áfram en sagðist þá ekki geta haldið lengur í sér og stóð upp. 

Þegar hann kom aftur í sæti sitt tilkynnti flugmaðurinn í kallkerfinu að snúa þyrfti vélinni aftur að hliðinu þar sem fjarlægja þyrfti farþega. Þá komu tveir starfsmenn Delta um borð í vélina og báðu Hamilton um að yfirgefa svæðið.

Í myndbandinu má heyra Hamilton útskýra að hann hafi einfaldlega ekki getað haldið lengur í sér. Segist hann ekkert hafa gert af sér og ítrekar að hann hafi borgað fyrir miðann og þurfi að komast heim til sín til Milwaukee, þangað sem vélin stefndi. 

Hamilton var yfirheyrður af lögreglu á flugvellinum og þurfti síðan að kaupa dýrari miða með öðru félagi síðar um daginn á sama áfangastað. 

Í frétt Telegraph segir að Delta hafi bætt honum hluta af nýja miðanum og er haft eftir upplýsingafulltrúa félagsins að farþegar þurfi að hlíta fyrirmælum starfsmanna. 

Fyrr í mánuðinum vakti mál United Airlines mikla athygli en þá var farþegi fjarlægður með valdi sökum þess að flugvélin var yfirfull.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK