Fréttablaðið fær eigin vefmiðil

Fréttablaðið ætlar að halda úti eigin vefmiðil sem verður þó …
Fréttablaðið ætlar að halda úti eigin vefmiðil sem verður þó minni í sniðum en Vísir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gerður hefur verið 44 mánaða samstarfssamningur milli 365 og Fjarskipta varðandi miðlun frétta úr Fréttablaðinu eftir samruna fyrirtækjanna. Í samrunaskrá sem skilað var til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að samningurinn hafi verið talinn nauðsynlegur þar sem Fjarskipti munu ekki hafa yfir að ráða fréttastofu af því tagi sem þarf til að sinna vefsíðunni visir.is.

Í samrunaskrá kemur einnig fram að 365 muni eftir afhendingu eignanna halda úti vefsíðu sem styður við Fréttablaðið, en verður hún mun minni í sniðum en visir.is.

Líkt og fram hefur komið hafa Fjar­skipti og 365 miðlar und­ir­ritað samn­ing um kaup Fjar­skipta á öll­um eign­um og rekstri 365 miðla, að und­an­skild­um eign­um er varða út­gáfu Frétta­blaðsins. Kaupverðið er um 3,2 milljarðar króna.

Samkeppniseftirlitið hefur nú tekið þetta til rannsóknar en þar sem um er að ræða samruna sem getur varðað almenning miklu hefur verið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja.

Í samrunaskrá kemur fram að 365 muni halda áfram starfsemi á fjölmiðlamarkaði með útgáfu Fréttablaðsins. Þar verði áfram rekin sjálfstæð ritstjórnarstefna. Þannig muni fréttastofum fjölga en ekki fækka við samrunann. Þá standi einnig til að efla fréttastofur ljósvakamiðlanna og Vísis hjá Fjarskiptum.

Gert er ráð fyrir að starfsemi Fréttablaðsins verði áfram til húsa í Skaftahlíð en ljósvakamiðlar og Vísir munu flytjast í nýjar höfuðstöðvar Fjarskipta við Suðurlandsbraut.

Efnið ekki bara fyrir viðskiptavini Vodafone

Í samrunaskránni kemur þá einnig fram að engin áform séu uppi um að vöndla fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu saman þannig að viðskiptavinum verði gert skylt að kaupa allt vöruframboð sameinaðs fyrirtækis eða binda eftirsóknarvert efni eingöngu við fjarskiptanet Fjarskipta.

Þvert á móti sé ætlunin að efnið standi til boða á sem flestum dreifileiðum, að því gefnu að efnisréttarsamningar heimili og samningar takist á viðskiptalegum forsendum við dreifiveitur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK