„Hér vantar okkur ferðamenn“

Ívar Ingimundarson rekur ferðaþjónustuna Óseyri á Egilsstöðum.
Ívar Ingimundarson rekur ferðaþjónustuna Óseyri á Egilsstöðum. Samsett mynd

Ívar Ingimars­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu og eig­andi gisti­húss á Eg­ils­stöðum tel­ur að rekstri fyr­ir­tækja á svæðinu verði stefnt í hættu með fyr­ir­hugaðri hækk­un virðis­auka­skatts á ferðaþjón­ustu. „Hér vant­ar okk­ur ferðamenn til að geta rekið fyr­ir­tæk­in með góðum hætti allt árið og fjölgað heils­árs­störf­um,“ seg­ir í er­indi Ívars til bæj­ar­ráðs Fljóts­dals­héraðs.

Bæj­ar­ráð hef­ur samþykkt að fela bæj­ar­stjóra að óska eft­ir fundi með fjár­málaráðherra og ráðherra ferðamála til að ræða mögu­leg­ar mót­vægisaðgerðir sem styrkt gætu grein­ina á Aust­ur­landi.

Björn Ingimars­son, bæj­ar­stjóri Fljóts­dals­héraðs, seg­ist ætla óska eft­ir fundi með ráðherr­um ef bók­un­in verður samþykkt á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í næstu viku. „Menn hafa mikl­ar áhyggj­ur og það er ekk­ert af ósekju. Því ef að menn eru að sjá fyr­ir sér, eins og hef­ur komið fram í umræðunni, að þetta muni leiða til sam­drátt­ar er mjög trú­legt að það muni fyrst og fremst bitna á jaðarsvæðum þar sem aukn­ing­in hef­ur ekki verið í takti við álags­svæði,“ seg­ir Björn í sam­tali við mbl.is.

Hvað mögu­leg­ar mót­vægisaðgerðir varðar seg­ir hann að mögu­lega mætti mæta þessu með öðrum lækkuðum álög­um líkt og lækk­un á trygg­ing­ar­gjaldi eða skattaí­viln­un­um.

Seg­ist Björn hafa skynjað sam­bæri­leg­ar áhyggj­ur á fleiri svæðum á lands­byggðinni.

Ekki er hægt að líkja saman aðstæðum í rekstri fyrirtækja …
Ekki er hægt að líkja sam­an aðstæðum í rekstri fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu á Aust­ur­landi og hjá fyr­ir­tækj­um á álags­svæðum. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Aðstæður ekki sam­bæri­leg­ar

Í er­indi Ívars er bent á að 97,5% allra ferðam­ana komi inn til Íslands á Kefla­vík­ur­flug­velli og að ein­ung­is  27% þeirra koma til Aust­ur­lands. Á vet­urna sé hlut­fallið ein­ung­is 10%. Seg­ir hann að nýt­ing hót­ela í heils­árs­rekstri á svæðinu væri komið und­ir 20% í fimm til sex mánuði á ári. Vegna þessa sé á eng­an hátt hægt að líkja þeirra aðstæðum við rekst­ur svipaðra fyr­ir­tækja á höfuðborg­ar­svæðinu.

Seg­ir Ívar að aðilar Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar á Aust­ur­landi hafi komið áhyggj­um sín­um til skila til fjár­málaráðherra. Þar hafi mót­vægisaðgerðir komið til tals. „Við bent­um á að í dag væri ekki verið að setja neina al­vöru pen­inga af rík­is­ins hálfu í að kynna Eg­ilsstaðaflug­völl og Aust­ur­land sem áfangastað en slíkt væri lyk­il­atriði til að auðvelda ferðamönn­um að kom­ast inn á svæðið og stuðla að há­marks­dreif­ingu þeirra um landið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka