Engin skýrsla komin frá starfshópum ráðherra

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skipaði hópana í febrúar.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skipaði hópana í febrúar. mbl.is/Eggert

Tafir verða á skýrslum starfshópa sem falið var í febrúar að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum.

Um er að ræða tvo starfshópa. Á vef ráðuneytisins kemur fram að fyrri hópnum var falið af fjármála- og efnahagsráðherra að kanna og greina nánar niðurstöður skýrslunnar um  milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum, þ.m.t. reikningafölsun, með tilliti til mögulegra skattundanskota og nýtingar skattaskjóla í því sambandi.

Formaður hópsins er  Anna Borgþórsdóttir Olsen frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og átti hópurinn að ljúka störfum eigi síðar en 1. maí með skýrslu til ráðherra ásamt tillögum að úrbótum sé þess  þörf. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er stefnt að því að hópurinn skili skýrslu í júní.

Átti að skila skýrslu í dag

Seinni hópurinn fékk það verkefni að kanna og greina nánar umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap, þ.m.t. afkomu hins opinbera, ásamt því að gera tillögur um hvernig megi minnka svarta hagkerfið. Í því samhengi þarf einnig að horfa til peningaþvættis sem oftar en ekki er fylgifiskur skattundanskota og skattsvika samkvæmt frétt ráðuneytisins.

Formaður hópsins er Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri en hópurinn átti að ljúka störfum eigi síðar en í dag með skýrslu til ráðherra en samkvæmt svari ráðuneytisins verður þeirri skýrslu skilað í lok mánaðar.

Á vef ráðuneytisins þegar hóparnir voru skipaðir kom fram að skipunin væri fyrsti áfangi í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra gegn skattundanskotum og skattsvikum, þar með talið í skattaskjólum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun áfram skoða einstaka efnisþætti skýrslunnar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum með það fyrir augum að setja þá í frekari greiningu og útfærslu með svipuðu sniði og að ofan greinir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka