Hótel sem tengir sig við sögu miðborgarinnar

Rannveig Eir Einarsdóttir og Birna Bragadóttir reka hótelið.
Rannveig Eir Einarsdóttir og Birna Bragadóttir reka hótelið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt glæsi­hót­el á Lauga­vegi verður opnað form­lega næsta fimmtu­dag. Það heit­ir Sand­hót­el og verður full­byggt í sjö sam­tengd­um hús­um á Lauga­vegi 32b, 34b, 34a og 36. Hús­in snúa að Grett­is­götu og Lauga­vegi. Göngu­stíg­ur ligg­ur í gegn­um hót­elið og teng­ir göt­urn­ar sam­an.

Til að byrja með verða 53 her­bergi á hót­el­inu, á Lauga­vegi 34a og 36. Hús­in tvö hafa verið gerð upp og byggð tvö ný bak­hús fyr­ir hót­elið sem eru álíka há. Á milli gömlu fram­hús­anna og nýju bak­hús­anna verður til nýtt port. Þar verða seld­ar veit­ing­ar frá Sand­holt baka­ríi.

Sam­hliða fyrsta áfanga verður opnaður nýr veit­ingastaður, Lauf, á Lauga­vegi 34a. Vís­ar nafnið til grænna áherslna við val á hrá­efn­um. Frá veit­ingastaðnum er inn­an­gengt í mót­töku hót­els­ins.

Með haust­inu bæt­ast svo við 13 her­bergi í svo­nefndu Guðsteins­húsi á Lauga­vegi 34. Það er kennt við versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar á jarðhæð. Versl­un­in verður þar áfram með óbreyttu sniði en efri hæðum húss­ins hef­ur verið breytt.

Tvö hús á baklóð end­ur­byggð

Hót­elið verður svo full­byggt vorið 2018 þegar 9-12 her­bergi bæt­ast við á Lauga­vegi 32b og 34b. Þau hús eru á baklóð og verða end­ur­byggð.

Hús­in sem hafa verið gerð upp eiga sér langa sögu. Versl­un Guðsteins verður 100 ára á næsta ári og Sand­holts bakarí, á Lauga­vegi 36, er nú rekið af 5. kyn­slóðinni í Sand­holts-fjöl­skyld­unni. Þá fædd­ist Hall­dór Lax­ness í einu bak­hús­anna, Lauga­vegi 32b, árið 1902.

Bakaríið er í húsinu lengs til vinstri á jarðhæð Laugavegar …
Baka­ríið er í hús­inu lengs til vinstri á jarðhæð Lauga­veg­ar 36. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hjón­in Rann­veig Eir Ein­ars­dótt­ir og Hilm­ar Þór Krist­ins­son hafa stýrt upp­bygg­ing­unni. Þau eru jafn­framt meðal eig­enda.

Sig­urður Hall­gríms­son var arki­tekt í verk­efn­inu og Guðbjörg Magnús­dótt­ir inn­an­hús­hönnuður. Þá var Ragna Sif Þórs­dótt­ir þeim einnig til ráðgjaf­ar við hönn­un og ljós­mynd­un.

Rann­veig Eir seg­ir þau skil­greina Sand­hót­el sem hágæða „bout­ique“-hót­el. Hún seg­ir verk­efnið hafa haf­ist fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum. Þau hafi haft það að leiðarljósi að vanda til verka. Það birt­ist í smá­atriðum sem skapi heild­ar­mynd­ina og ein­staka upp­lif­un í hverju rými. Granít og marmari er á öll­um baðher­bergj­um hót­els­ins, gegn­heilt par­ket og sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar og hurðir frá HBH smíðaverk­stæði. Flutt­ur hafi verið inn hús­búnaður frá Restorati­on Hardware í Banda­ríkj­un­um og lín frá Ítal­íu. Sæng­ur séu frá Dux­i­ana, svo dæmi sé tekið.

Sum hús­in eru friðuð

Rann­veig Eir seg­ir gömlu fram­hús­in við Lauga­veg hafa verið gerð upp í sam­ráði við Pét­ur H. Ármanns­son, arki­tekt hjá Minja­stofn­un. Sum hús­in séu friðuð.

Hún seg­ir hvert rými bjóða upp á upp­lif­un fyr­ir gesti. Það birt­ist til dæm­is í fjölda lista­verka sem voru val­in með ráðgjöf Ásmund­ar Sturlu­son­ar. „Við leggj­um mikla áherslu á list á hót­el­inu. Við erum með nú­tíma­list og lista­verk á hverju ein­asta her­bergi, í mót­töku og öll­um al­rým­um. Við höf­um lagt mik­inn metnað í að vanda til verka.“

Sand Hótel á Laugavegi.
Sand Hót­el á Lauga­vegi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rann­veig Eir nefn­ir sem dæmi að í port­inu sé högg­mynd eft­ir Sig­urð Guðmunds­son og í mót­töku vatns­lita­mynd­ir eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son. Þá sé Eg­ill Sæ­björns­son að vinna að nýju útil­ista­verki sem verði í nýj­um garði hjá silf­ur­reyn­in­um fræga við Grett­is­göt­una.

„Okk­ur finnst mik­il­vægt að gera garðinn þannig að all­ir geti notið, ná­grann­ar, gest­ir og all­ir sem hér fara um. Við ætl­um að gera hann þannig úr garði að það verði prýði að. Það skipt­ir okk­ur miklu máli. Eg­ill er með skemmti­leg­ar hug­mynd­ir. Ég get ekki sagt meira í bili. Þetta mun vekja áhuga fólks. Ég get lofað því,“ seg­ir hún.

Sand­hót­el dreg­ur nafn sitt af Sand­holt baka­ríi á jarðhæð Lauga­veg­ar 36. Baka­ríið var stofnað 1920 og byggði stofn­and­inn, Stefán Sand­holt, húsið fyr­ir rekst­ur­inn.

Rann­veig Eir seg­ir hafa verið lagða áherslu á að tengja hót­elið við sögu hús­anna, bak­ar­ann, klæðsker­ann og rit­höf­und­inn. „Við tengj­um Guðstein við hót­elið með ýms­um hætti. Sauma­kona versl­un­ar­inn­ar sérsaumaði t.d. púða úr fatnaði af lag­ern­um hjá Guðsteini. Síðan er starfs­fólkið allt í ein­kenn­is­fatnaði frá Guðsteini. Þar er sama út­lit fyr­ir kon­ur og karla til að und­ir­strika að jafn­rétti sé okk­ur mik­il­vægt,“ seg­ir Rann­veig Eir. Hún seg­ir að gest­um hót­els­ins muni bjóðast kon­fekt og veit­ing­ar frá baka­rínu, sem þannig verði hluti af hót­el­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK