Aðeins 154 með leyfi fyrir heimagistingu í Reykjavík

Opinberar tölur gefa til kynna að stór hluti þeirra sem …
Opinberar tölur gefa til kynna að stór hluti þeirra sem kjósa að leigja út heimili sín á Airbnb hafi ekki skráð starfsemina hjá yfirvöldum. AFP

Frá því að breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tók gildi um áramótin hefur sýslumaður staðfest 419 beiðnir um skráningu heimagistingar en það er aukning um 258 beiðnir síðan að mbl.is fjallaði síðast um málið í mars.

154 beiðnir hafa verið staðfestar í Reykjavík en samkvæmt nýrri rannsókn varð 90% aukning á bókunum í gegnum Airbnb í borginni fyrstu þrjá mánuði ársins og samkvæmt sömu könnun eru 5.299 eignir í boði á Airbnb í Reykjavík. 

Þeir sem leigja út heim­ili sín á Airbnb í allt að níu­tíu daga á ári geta sótt um leyfið eftir að ný lög voru samþykkt um áramótin.  Sé ætl­un­in að leigja heim­ili sitt í lengri tíma þarf að sækja um rekstr­ar­leyfi.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á starfsemi Airbnb í Reykjavík var kynnt í gær af hollenska prófessornum Jeroen A. Ok­sam sem gerði rannsóknina fyrir Samtök ferðaþjónustunnar. Þar kemur m.a. fram þegar litið er til fyrsta ársfjórðungs 2017 að 90% aukning hafi orðið á bókunum milli ára og að bókaðar gistinætur hafi verið 113.033 talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Þá varð 68% aukning á virkum eignum á síðunni í Reykjavík sem bjóða upp á gistingu, farið úr 3.155 í 5.299. Framboðið á gistinóttum í gegnum Airbnb í Reykjavík jókst um 53% milli ára og á fyrsta ársfjórðungi 2017 voru þær 266.231 talsins.

Samkvæmt nýrri rannsókn varð 90% á bókunum á Airbnb í …
Samkvæmt nýrri rannsókn varð 90% á bókunum á Airbnb í Reykjavík milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins og að bókaðar gistinætur hafi verið 113.033 talsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kostar tæpar 80 þúsund krónur að fá leyfi

Samkvæmt tölum frá Sýslumannsembættum landsins, sem segja m.a. að 154 beiðnir hafi verið staðfestar um skráningu í Reykjavík má gera ráð fyrir því að ekki hafi stór hluti þeirra sem kjósa að leigja út heimili sín á Airbnb skráð starfsemina hjá yfirvöldum.

Í frétt mbl.is fyrr á árinu kom fram að það kosti alls 77.560 krón­ur að fá leyfi til að leigja út heim­ili sitt í Reykja­vík á síðum á borð við Airbnb í skemmri tíma en níu­tíu daga á ári.

Tilgangur laganna sem tóku gildi um áramótin var að gera fólki mögu­legt að leigja út lög­heim­ili og frí­stunda­heim­ili sín með ein­föld­um hætti. Í sam­tali við mbl.is sagði Sölvi Melax, formaður Sam­taka um skamm­tíma­leigu á heim­il­um, að flækj­u­stigið og kostnaður­inn við skrán­ingu á eign í heimag­ist­ingu fæli marga frá því að gefa upp heimag­ist­ingu á lög­leg­an hátt.

Upp­haf­lega var talað um að kostnaður­inn við að skrá eign yrði í kring­um 8.000 krón­ur en þar sem kraf­ist er samþykk­is Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur hækk­ar verðið nokkuð.  

Er nauðsyn­legt að greiða skrán­ing­ar­gjald er hljóðar upp á 8.560, eft­ir­lits­gjald fyr­ir skoðun­ina upp á 34.500 krón­ur auk starfs­leyf­is­gjalds sem einnig hljóðar upp á 34.500. Nem­ur heild­ar­kostnaður­inn þar með 77.560 krón­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Geir Ágústsson Geir Ágústsson: 3%
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK