Nýtt borgarhótel í Grímsbæ

THG og hönnunarhúsið GUSTAV sáu um innréttingar.
THG og hönnunarhúsið GUSTAV sáu um innréttingar. mbl.is/Hanna

Nýtt 20 her­bergja hót­el, Hót­el Grím­ur, verður brátt opnað í Gríms­bæ í Reykja­vík. Hót­elið er á ann­arri hæð þess­ar­ar rót­grónu versl­un­ar­miðstöðvar við Bú­staðaveg. Sig­urður Smári Gylfa­son er eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins BUS hostel sem rek­ur hót­elið.

Hann seg­ir nafn hót­els­ins dregið af versl­un­ar­miðstöðinni. „Sag­an seg­ir að Stein­grím­ur Bjarna­son fisksali, sem byggði Gríms­bæ, hafi nefnt versl­un­ar­miðstöðina í höfuðið á bresku hafn­ar­borg­inni Grims­by. Við vild­um frek­ar nefna hót­elið eft­ir Gríms­bæ en nota ensk nöfn, á borð við Lagoon, Lava eða Puff­in. Hér er Grím­ur rak­ari og þetta er Gríms­bær. Hót­el Grím­ur hljóm­ar ágæt­lega.“

Hótel Grímur er á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ.
Hót­el Grím­ur er á ann­arri hæð í versl­un­ar­miðstöðinni Gríms­bæ. mbl.is/​Hanna

Höfðað til hag­sýnna ferðalanga

Sig­urður seg­ir fram­kvæmd­ir við hót­elið hafa haf­ist um ára­mót­in. Efsta hæðin var tek­in í gegn. Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar unnu verkið en Reit­ir eiga hús­næðið. THG og aust­ur­ríska hönn­un­ar­húsið GUSTAV hönnuðu inn­rétt­ing­ar og út­lit.

„Þetta er þriggja stjörnu hót­el. Við erum ekki með veit­ingastað og bjóðum ekki upp á kvöld­verð. Verð á gist­ingu er því lægra en á hefðbund­um fjög­urra stjörnu hót­el­um í Reykja­vík. Ætli maður sé ekki að reyna að höfða til hins hag­sýna ferðamanns sem ferðast um á bíla­leigu­bíl. Hér er gott fram­boð á bíla­stæðum en líka strætó­stöð í báðar átt­ir. Við erum með góð fjöl­skyldu­her­bergi sem eru ekki í boði á öll­um hót­el­um,“ seg­ir Sig­urður Smári.

Njóta þjón­ust­unn­ar í Gríms­bæ

Hann seg­ir gesti hót­els­ins jafn­framt munu njóta þess að í Gríms­bæ sé veit­ingastaður, bakarí og 10/​11-versl­un sem er opin all­an sól­ar­hing­inn. Það henti vel á nótt­unni.

Hann vænt­ir góðrar eft­ir­spurn­ar eft­ir her­bergj­um í sum­ar og seg­ir öll her­berg­in 20 í sama flokki, nema hvað fjöl­skyldu­her­berg­in séu stærri. Þau eru með auka­her­bergi.

„Við finn­um að það er mik­ill áhugi. Það er enn skort­ur á gist­i­rými í Reykja­vík. Ef það tekst að skapa gott and­rúms­loft fyr­ir kúnn­ann á fyrstu stig­um rekstr­ar­ins mun það birt­ast í um­sögn­um. Ef þetta geng­ur vel höf­um við eng­ar áhyggj­ur af sumr­inu eða framtíðinni.“

Hluti af fjölskylduherbergi.
Hluti af fjöl­skyldu­her­bergi. mbl.is/​Hanna

Byrjaði með bíla­leigu

Sig­urður Smári hóf rekst­ur í ferðaþjón­ustu árið 2009 þegar hann stofnaði bíla­leig­una SA­Dcars.

„Við byrjuðum með notaða bíla. Flot­inn hef­ur síðan yngst og nú bjóðum við nýja og ný­lega bíla. Fyr­ir fjór­um árum opnaði ég svo BUS hostel í Skóg­ar­hlíð 10, sem er 130 manna gisti­staður af sömu gerð og KEX hostel og Hlemm­ur Square. Hót­el Grím­ur er rekið í sama fé­lagi og hót­elið,“ seg­ir Sig­urður Smári.

Hann seg­ir að í kjöl­far styrk­ing­ar krón­unn­ar hafi farið að bera á nýj­um hóp­um viðskipta­vina á bíla­leig­unni og hostel­inu í Skóg­ar­hlíð. Ferðamenn séu greini­lega að bregðast við því að Ísland sé orðið mun dýr­ara heim að sækja. Það muni spyrj­ast út að kaup­mátt­ur ferðamanna sé að minnka og það aft­ur hafa nei­kvæð áhrif til lengri tíma litið.

„Ef fram held­ur sem horf­ir um frek­ari styrk­ingu krón­unn­ar og skatta­hækk­an­ir í ferðaþjón­ustu er það auðvitað mikið áhyggju­efni. Nú er talað um lægð sem er búin að vera í ferðaþjón­ustu eft­ir páska. Það var minni nýt­ing á hót­el­un­um í apríl og maí en sömu mánuði í fyrra. Ég heyri að það hafi verið allt að 40% sam­drátt­ur í smá­sölu til ferðamanna milli ára þessa tvo mánuði. Von­andi er þetta smá dýfa og smá kæl­ing fyr­ir gott sum­ar.“

Eitt hótelherbergjanna 20.
Eitt hót­el­her­bergj­anna 20. mbl.is/​Hanna

Erfiðari tíð framund­an

Sig­urður Smári seg­ir að ef virðis­auka­skatt­ur á gist­ingu hækk­ar muni hann þurfa að bregðast við 10-11% kostnaðar­auka. Svig­rúmið fyr­ir því sé lítið. Það sé meðal ann­ars vegna mik­illa launa­hækk­ana sem séu komn­ar fram úr auk­inni verðmæta­sköp­un í ferðaþjón­ustu og raun­ar þjóðfé­lag­inu öllu.

Of mikl­ar launa­hækk­an­ir

„Laun hafa hækkað of mikið. Það er á hreinu. Auðvitað höf­um við notið 20-30% vaxt­ar á ári í ferðaþjón­ustu á síðustu árum og það hef­ur skapað svig­rúm til launa­hækk­ana. Vegna geng­is­styrk­ing­ar lít­ur dæmið nú öðru­vísi út. Þegar ég byrjaði til dæm­is með bíla­leig­una feng­um við 175 krón­ur fyr­ir hverja evru. Nú er evr­an kom­in í 110 krón­ur. Sam­hliða hef­ur verð í evr­um lækkað vegna mik­ill­ar og vax­andi sam­keppni. Rekstr­ar­um­hverfið hef­ur því breyst mikið. Það eru klár­lega erfiðari tím­ar framund­an og það þarf að vanda sig,“ seg­ir Sig­urður Smári.

Dagmar Valsdóttir hótelstjóri og Sigurður Smári.
Dag­mar Vals­dótt­ir hót­el­stjóri og Sig­urður Smári. mbl.is/​Hanna

Nýi hót­el­stjór­inn mun jafn­framt stýra hosteli

Sig­urður Smári Gylfa­son, eig­andi BUS hostel, seg­ir það hafa gengið vel að finna iðnaðar­menn til að breyta hús­næðinu.

Hans hægri hönd verður Dag­mar Vals­dótt­ir. Hún hóf ný­verið störf hjá fyr­ir­tæk­inu og stýr­ir bæði starf­sem­inni á BUS hosteli í Skóg­ar­hlíð og á Hót­el Grími.

Sig­urður Smári seg­ir að hún sé því í senn hostel- og hót­el­stjóri.

Dag­mar starfaði áður hjá bíla­leig­unni Avis/​Budget. Hún hef­ur áður starfað á fjöl­mörg­um hót­el­um bæði hér inn­an­lands og utan.

BUS hostel rúm­ar 130 gesti og á Hót­el Grími er rúm fyr­ir um 50 gesti ef fjöl­skyldu­her­bergi eru full­nýtt. Þess­ir gisti­staðir geta því tekið á móti þúsund­um gesta ár hvert.

Sig­urður Smári seg­ir hostelið og hót­elið njóta góðs af því að við þau sé nóg af bíla­stæðum. Þá sé gott aðgengi fyr­ir hóp­ferðabíla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK