Stefna á að afhenda H&M rýmið í lok mánaðar

Verslun H&M í Kringlunni verður 2.600 fermetrar.
Verslun H&M í Kringlunni verður 2.600 fermetrar. mbl.is/Styrmir Kári

Framkvæmdir við verslun H&M í Kringlunni ganga vel og eru á tíma. Framkvæmdastjóri Kringlunnar á von á því að verslunin verði opnuð í september og að rýmið, sem er á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, verði afhent H&M í lok þessa mánaðar.

„Staðan er ansi ágæt. Við erum á áætlun með verkið,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í samtali við mbl.is.

H&M verslunin verður alls 2.600 fermetrar en hún kemur í stað Hagkaupsverslunarinnar sem hafði verið þar frá opnun Kringlunnar 1987. Þá flytur verslun Next sem er í dag í um 1.800 fermetra rými í hinum enda Kringlunnar í þúsund fermetra rými við hlið H&M.

Sigurjón segir að það muni skýrast mjög fljótlega hvaða verslun kemur í staðinn þar sem Next er nú en í samtali við mbl.is í mars sagði Sigurjón mik­inn áhuga vera fyr­ir plássinu vegna stærðarinnar. Þá sagði hann jafnframt að þeir áhugasömu væru erlendar keðjur en vildi ekki gefa upp nein nöfn í því samhengi. 

Hann segir framkvæmdirnar vegna komu H&M töluverðar en á áætlun. „Þetta hefur gengið mjög vel og við erum bjartsýn á að standast allar dagsetningar,“ segir Sigurjón.

H&M verður jafnframt opnað í Smáralind í ágúst og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK