Rukkar 2.730 krónur fyrir nóttina í skotti

„Það er ekki hægt að hita bílinn en þú getur …
„Það er ekki hægt að hita bílinn en þú getur hlaðið símann þinn og notað þráðlaust internet,“ segir í auglýsingunni. Skjáskot

Notendum Airbnb hér á landi stendur nú til boða að gista í skotti bifreiðar sem stendur í Grafarvogi og greiða fyrir nóttina 21 pund eða því sem nemur 2.730 krónum á gengi dagsins í dag.

Um er að ræða bílskott lítils jeppa og er dýna aftur í skottinu sem tveir geta sofið á. Þá stendur gestum til boða að sofa í sínum eigin svefnpoka eða með sængur sem eru þegar í bílnum. Í auglýsingunni á Airbnb er þó tekið skýrt fram að ekki sé í boði að aka bílnum heldur er hann aðeins til þess að sofa í. „Það er ekki hægt að hita bílinn en þú getur hlaðið símann þinn og notað þráðlaust internet,“ segir í auglýsingunni.

Þá er bent á að í um 500 metra fjarlægð megi finna „huggulega bensínstöð“ sem selur kaffi. Þá er sundlaug í um 900 metra fjarlægð.

Eins og fyrr segir kostar nóttin 21 pund í skottinu. Þá er greitt hreinsunargjald upp á fjögur pund eða 520 íslenskar krónur.

Það er ekki leyfilegt að reykja inni í bílnum eða hafa þar gæludýr. Þá er ekki heimilt að halda veislur þar og þá er einnig tekið fram að rýmið  er ekki örugg t fyrir börn.

Eigandi bílsins er þó sveigjanlegur þegar það kemur að afbókunum en hægt er að hætta við allt að sólarhring fyrir komu og fá endurgreitt að fullu.

Svo virðist sem þetta sé eini bíllinn sem er auglýstur sem gististaður á Airbnb í Reykjavík en við stutta leit má finna auglýsingu frá notanda Airbnb í Sviss sem býður upp á nóttina í bíl sínum á 31 Bandaríkjadal á nóttu. Þar er gestum boðið upp á dýnu til að sofa í en vilji það fara í sturtu er því bent á lestarstöð í um 8 mínútna göngufæri.

Þá komst maður í fréttirnar í janúar 2015 fyrir að bjóða fólki að gista í Tesla bifreið sinni í Arizona fyrir 85 Bandaríkjadali á nóttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK