„Ekki eftir neinu að bíða“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahgasráðherra, kynnti tillögurnar í morgun fyrir …
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahgasráðherra, kynnti tillögurnar í morgun fyrir blaðamönnum og embættismönnum. mbl.is/Hanna

„Það er ekki eftir neinu að bíða, við höfum sagt að við ætlum að koma fram með lagafrumvarp strax í haust um þessi mál,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra eftir blaðamanna­fund í ráðuneytinu í morgun. 

Á fund­in­um voru kynnt­ar skýrsl­ur tveggja starfs­hópa sem í vet­ur var falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum til úr­bóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um um­fang fjár­magnstil­færslna og eignaum­sýslu Íslend­inga á af­l­ands­svæðum.

„Sumt af þessu er ekkki eingöngu bundið við fjármálaráðneytið, við erum í samvinnu við dómsmálaráðuneytið um peningaþvætti, atvinnuvegaráðuneytið í sambandi við hlutafélagalög og velferðarráðuneytið um keðjuábyrgð. Þetta er átak á mörgum stöðum og nú liggur í loftinu að fólk ætli að kýla á þetta.“

Margar tillögur eru lagðar fram í skýrslunum og efast Benedikt um að hægt verði að afgreiða þær allar fyrir haustið. Sumum tillögum þurfi ef til vill að breyta því huga þurfi að persónuverndarsjónarmiðum og hversu íþyngjandi þær yrðu. 

„Ég er ekki viss um að við náum öllum atriðunum fyrir haustið en nú er þetta komið á blað og orðinn gátlisti. Sumt snýst þetta um verklag innan stofnana og það er auðveldara að eiga við það. Allar stofnanir sem koma málinu við vilja ná tökum á þessu og fagna því að það sé að koma nýtt og auðveldara regluverk.“

Skattkerfið verði einfaldað enn frekar

Í skýrslunni kemur fram að mik­il­vægt sé að fækka und­anþágum frá al­menna virðis­auka­skattsþrep­inu og minnka bilið á milli skattþrepa eða sam­eina þau þar sem mis­mun­andi virðis­auka­skattsþrep eru meðal þess sem eyk­ur hvata til und­an­skota. Benedikt segir að frekari einföldun virðisaukaskattkerfisins sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. 

„Þessi almennu sannindi að það er mun auðveldara að fylgjast með þessu eftir því sem fleiri eru í almenna þrepinu og því lægra er hægt að hafa það. Menn þekkja tillögur okkur um breytingar á skattþrepi ferðaþjónustunnar. Það var skref í þessa átt og nú eru að verða tiltölulega fáir flokkar eftir í 11% þrepinu.“

Erfiðara að svindla á starfsmönnum

Benedikt bætir við að útreikningar sýni að ef allir sem borguðu einhvern virðisaukaskatt væri í einu þrepi væri hægt að hafa hann í kringum 19 til 20%. Ef settur yrði viðrisaukaskattur á alla starfsemi væri hægt að hafa hann milli 18 til 19%. Þá tekur hann vel í tillögurnar um að takmarka notkun reiðufjár. 

„Þetta snýst líka um að hafa eftirlit með launagreiðanda þannig að hann svindli ekki á starfsmönnunum. Það eru uppi grunsemdir um að erlendir starfsmenn séu ekki að vinna hér eftir innlendum kjarasamningum. Þetta er mun erfiðara eftir því sem heimurinn verður rafrænni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK