Keypti aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónueignir í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna á genginu 137,5 krónur á evru en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Markaðsvirði eignanna skiptust milli eignarflokka, þ.e. reiðufé og innistæðubréf: 46.501 milljón króna, ríkisbréf og –víxlar, 61.988 milljónir og skuldabréf Íbúðalánasjóðs 3.954 milljónir.

Samkvæmt mati Seðlabankans nema aflandskrónueignir um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin.

Þá vill Seðlabankinn vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008.

Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. 

Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum.

„Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni,“ segir á vef Seðlabankans en beiðni um staðfestingu á samfelldu eignarhaldi aflandskrónueigna skal send á netfangið offshore@sedlabanki.is  ásamt gögnum sem sýna fram á samfellt eignarhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK