Keypti aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá 12. mars síðastliðnum hef­ur Seðlabanki Íslands keypt af­l­andskrónu­eign­ir í tveim­ur áföng­um fyr­ir sam­tals um 112,4 millj­arða króna á geng­inu 137,5 krón­ur á evru en lo­ka­upp­gjör viðskipt­anna fór fram í gær.

Þetta kem­ur fram á vef Seðlabank­ans.

Markaðsvirði eign­anna skipt­ust milli eign­ar­flokka, þ.e. reiðufé og inni­stæðubréf: 46.501 millj­ón króna, rík­is­bréf og –víxl­ar, 61.988 millj­ón­ir og skulda­bréf Íbúðalána­sjóðs 3.954 millj­ón­ir.

Sam­kvæmt mati Seðlabank­ans nema af­l­andskrónu­eign­ir um 88 millj­örðum króna eft­ir viðskipt­in.

Þá vill Seðlabank­inn vekja at­hygli þeirra sem kunna að hafa gengið að til­boði bank­ans og upp­fylla skil­yrði 12. gr. laga nr. 37/​2017 um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um á að með lög­um nr. 27/​2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heim­ild til út­tekt­ar af reikn­ing­um háðum sér­stök­um tak­mörk­un­um sam­kvæmt ákvæðinu breytt. Eft­ir breyt­ing­una hafa ein­stak­ling­ar heim­ild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikn­ingi háðum sér­stök­um tak­mörk­un­um á almanaks­ári ef þeir geta sýnt fram á sam­fellt eign­ar­hald á af­l­andskrónu­eign frá 28. nóv­em­ber 2008.

Þessa heim­ild hafa einnig þeir ein­stak­ling­ar sem áttu ís­lensk­ar krón­ur á fjár­vörslu­reikn­ingi, sem telj­ast af­l­andskrónu­eign­ir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/​2016, við gildis­töku lag­anna. 

Of­an­greind breyt­ing á heim­ild til út­tekt­ar sam­kvæmt 12. gr. laga nr. 37/​2016 á af­l­andskrónu­eign­um var gerð eft­ir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slík­ar eign­ir í skipt­um fyr­ir reiðufé í evr­um á geng­inu 137,5 krón­ur á evru, en áður en upp­gjör viðskipt­anna fór fram. Í ljósi þess að ein­hverj­ir þeirra sem gengu að til­boði bank­ans kunna að hafa átt heim­ild til út­tekt­ar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabank­inn þeim sem telja sig upp­fylla skil­yrði ákvæðis­ins um sam­fellt eign­ar­hald á af­l­andskrónu­eign að óska eft­ir staðfest­ingu þess efn­is frá bank­an­um.

„Upp­fylli þeir skil­yrði ákvæðis­ins mun bank­inn greiða þeim mis­mun­inn á skráðu sölu­gengi Seðlabank­ans hinn 15. júní 2017 og til­boðsgeng­inu í evr­um með hliðsjón af heim­ild­inni,“ seg­ir á vef Seðlabank­ans en beiðni um staðfest­ingu á sam­felldu eign­ar­haldi af­l­andskrónu­eigna skal send á net­fangið offs­hore@sedla­banki.is  ásamt gögn­um sem sýna fram á sam­fellt eign­ar­hald.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK