Verktakar hafa unnið við að keyra í burtu efni sem grafið var upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði til að bjarga brúnni yfir ána í vatnavöxtunum sem þar urðu.
Talið er að um 12-14 þúsund rúmmetrar af möl og framburði hafi verið grafnir upp úr ánni á föstudaginn en til stendur að nýta hluta efnisins í vegagerð að Norðfjarðargöngum.
Fjallað er um málið á fréttavefnum Austurfrétt en með framburði sínum stíflaði áin farveginn undir brúnni. Samhliða því að framburðinum var mokað upp úr ánni var honum ekið á brott af vörubifreiðum.