Google fær metháa sekt

Google hefur fengið sekt upp á 2,4 milljarða evra.
Google hefur fengið sekt upp á 2,4 milljarða evra. AFP

Sam­keppnis­eft­ir­lit Evr­ópu­sam­bands­ins hefur sektað bandaríska stórfyrirtækið Google um 2,4 milljarða evra, en um er að ræða hæstu sekt sem fyrirtæki hefur verið gert að greiða í Evrópu. Úrskurður þess efnis var birtur í dag.

Margrethe Vestager, samkeppnisstjóri Evrópusambandsins, sagði í yfirlýsingu í dag að Google hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að setja eig­in net­versl­an­ir í for­gang þegar leitað er í leit­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins þrátt fyr­ir að bjóða ekki upp á besta verðið líkt og leitað er að. 

„Það sem Google gerir er ólöglegt samkvæmt samkeppnisreglum ESB. Það hindraði önnur fyrirtæki frá því að geta keppt fyrir eigin verðleikum og nýsköpun,“ sagði Vestager í yfirlýsingunni. „Og það sem mikilvægast er; það hindraði evrópska neytendur frá því að eiga raunverulegt val um þjónustu.“

Fyrra metið var í eigu banda­ríska ör­gjörvafram­leiðand­ans In­tel frá ár­inu 2009 og er upp á 1,06 millj­arða evra. Þrátt fyr­ir háa sekt er talið að annað muni hafa meiri áhrif á starf­semi Google í Evr­ópu því sam­keppn­is­yf­ir­völd munu krefjast þess að Google breyti viðskipta­hátt­um sín­um í Evr­ópu þannig að þeir falli að regl­um ESB.

Þrátt fyr­ir að það yrði hæsta sekt sem sam­keppn­is­yf­ir­völd ESB hafa lagt á fyr­ir­tæki þá er þetta langt frá há­mark­inu sem er 8 millj­arðar evra, eða 10% af veltu Google í fyrra.

Tilkynning framkvæmdastjórnar ESB um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK