Erfitt gæti reynst að fá upplýsingar frá Airbnb

Íslendingar eru duglegir að leigja íbúðir sínar í gegnum vefsíðuna …
Íslendingar eru duglegir að leigja íbúðir sínar í gegnum vefsíðuna Airbnb. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Formaður ferðamálaráðs tel­ur að erfitt verði að fá upp­lýs­ing­ar frá Airbnb vegna deili­hag­kerf­is­ins. Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hef­ur sagt að ís­lensk stjórn­völd séu kom­in í sam­band við hús­næðis­út­leigu­síð­una Air­bnb og von­ast til að hægt verði að gera samn­ing við fyr­ir­tæk­ið og fá upp­lýs­ing­ar um alla sem eru í heimag­ist­ing­ar­starf­semi. 

„Við von­umst til þess að þau geti séð um að inn­heimta fyr­ir okk­ur ákveðin gjöld um leið og fólk pant­ar, til dæm­is gist­in­átta­skatt. Þá mynd­um við fá upp­lýs­ing­ar um hverj­ir það eru sem eru í þess­ari starf­semi. Og skatt­arn­ir myndu skila sér. Það skipt­ir mjög miklu máli. Og þá verður sam­keppn­in held­ur ekki ójöfn,“ sagði Bene­dikt í sam­tali við Kjarn­ann á mánu­dag.

Eft­ir því sem Unn­ur Val­borg Hilm­ars­dótt­ir, formaður ferðamálaráðs,  best veit er Airbnb mjög tregt við að láta frá sér slík­ar upp­lýs­ing­ar upp­lýs­ing­ar.

„Hins­veg­ar er hægt að fá upp­lýs­ing­ar úr kerfi sem kallað er AirB&D en það eru upp­lýs­ing­ar sem Airbnb læt­ur af hendi þannig að mögu­lega verður hægt að nálg­ast ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar þar. En það er einn af göll­un­um og eitt af því sem hef­ur verið verið gagn­rýnt Airbnb  að það er erfitt að fá svona heild­ar­upp­lýs­ing­ar úr því kerfi,“ sagði Unn­ur í þætt­in­um Magasín­inu á K100 síðdeg­is í gær.

Mik­il­vægt að jafna sam­keppn­is­stöðu 

Ferðamálaráði ber að skila til­lög­um fyr­ir ág­ústlok að aðgerðum til að bregðast við áskor­un­um sem ætla má að raski sam­keppn­is­stöðu ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu um þess­ar mund­ir. Eitt af þeim verk­efn­um sem ferðamálaráði var falið var að koma með til­lög­ur um hvernig megi ná utan um óeðli­legt sam­keppn­is­for­skot í deili­hag­kerf­inu.

Unnur telur að erfitt verið að fá upplýsingar frá Airbnb.
Unn­ur tel­ur að erfitt verið að fá upp­lýs­ing­ar frá Airbnb. mbl.is

„Þetta er frek­ar flókið mál og þetta er eitt­hvað sem ráðið er að hefjast handa við að vinna. Þetta er til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri og ekki mörg ár síðan að fólk fór að deila eign­um sín­um með þess­um hætti sem við erum far­in að gera í dag og það er alls ekk­ert ein­falt að ná utan um þetta. En það er mik­il­vægt að við ger­um það til að jafna þessa sam­keppn­is­stöðu þeirra sem eru með rekst­ur og þeirra aðila sem vilja leigja út ein­hverja nokkra daga á ári.“

Unn­ur seg­ir jafn­framt mik­il­vægt að hafa í huga að deili­hag­kerfið er ekki ein­göngu Airbnb. Það er fleira sem kem­ur til.

„Þrátt fyr­ir  að Airbnb  verði með ein­hverj­um hætti brotið á bak þá er deili­hag­kerfið sem slíkt komið til að vera og við þurf­um alltaf að finna leiðir til að ná ut­an­um það, hvort sem það er í tengsl­um við gist­ingu eða leigu­bíla líkt og við kom­um lík­lega til með að þurfa að glíma við á næstu miss­er­um og er að ger­ast er­lend­is. Við þurf­um að finna ein­hverj­ar leiðir til þess að ná utan um deili­hag­kerfið al­mennt.“

Hækk­un­in bitn­ar á þeim sem eru fjær 

Á síðasta ári var lög­um breytt og fólki gert kleift að leigja eign­ir sín­ar út í 90 daga án þess að fara í gegn­um strangt ferli, eins og að fá vott­orð heil­brigðis­yf­ir­valda um að eign­in upp­fylli fyr­ir­fram ákveðnar kröf­ur. Sú breyt­ing tek­ur gildi frá og með mánaðamót­um.

„Frá og með 1. júlí má eig­in­lega segja að þetta ein­falda ferli verði fyr­ir al­vöru komið í gagnið. Þá bind ég mikl­ar von­ir við það að við för­um að sjá hækkaðar töl­ur yfir skráðar Airbnb gist­ingu og þá gefst kannski frek­ar lag að ná bet­ur um þetta.“

OECD hef­ur sett fram þær til­lög­ur að virðis­auka­skatt­ur verði hækkaður, í takt við þær hug­mynd­ir sem nú liggja á borðinu um að hækka ferðaþjón­ust­una úr neðra þrepi virðis­auka í það hærra. Unn­ur seg­ir að ferðmálaráð hafi á sín­um tíma skilað um­sögn til ráðherra varðandi þetta mál. Hún tel­ur breyt­ing­ar muni koma niður á sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar.

„Við tök­um und­ir þær ábend­ing­ar og það er nokkuð líka sem ferðaþjón­ustuaðilar úti á landi eru þegar farn­ir að finna fyr­ir í tengsl­um við styrk­ingu krón­unn­ar, að þessi fyr­ir­hugaða hækk­un muni hafa mest áhrif á þeim svæðum sem fjærst eru höfuðborg­ar­svæðinu. Það erum við að sjá í raun núna.“

Hér fyr­ir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Unni í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK