49 embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja með hærri tekjur en Bjarni

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var með 1.378 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra. Alls eru 1.581 í Tekjublaðinu með hærri laun en hann, þar af 49 í flokki opinberra embættismanna og forstjóra ríkisfyrirtækja, 206 læknar og 27 skólamenn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsi Verslun sem gaf út sitt árlega Tekjublað í dag.

Bjarni er í tíunda sæti yfir þá tekjuhæstu í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Tekjuhæsti ráðherrann er Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðaherra með 3,257 milljónir á mánuði. Þess má geta að Þorsteinn starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins þar til í ágúst síðastliðnum þegar hann hellti sér út í kosningabaráttu fyrir flokk sinn Viðreisn og er líklegt að það hafi áhrif á upphæðina sem tekin er fram í Tekjublaðinu. 

Þorgerður Katrín er næst tekjuhæsti ráðherrann í Tekjublaðinu.
Þorgerður Katrín er næst tekjuhæsti ráðherrann í Tekjublaðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar ráðherra sem er með hærri laun en forsætisráðherrann er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Rétt eins og Þorsteinn starfaði hún hjá SA áður en þingstörfin tóku við en þar var hún  forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna.

Sex þingmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra. Það eru þau Njáll Trausti Friðbertsson með 2,4 milljónir á mánuði, Hanna Katrín Friðriksson með 1,8 milljón á mánuði, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með 1,78 milljón á mánuði, Lilja Dögg Alfreðsdóttir með 1,67 milljón á mánuði, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem er jafnframt formaður Framsóknarflokksins, með 1,56 milljón á mánuði og Gunnar Bragi Sveinsson með 1,44 milljón á mánuði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins var …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins var með 1,78 milljón á mánuði í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njáll kom nýr inn á þing í fyrra en hafði áður verið flugumferðarstjóri á Akureyri og þá var Hanna framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá árinu 2012 áður en hún settist á þing. Hinir þingmennirnir fjórir voru á þingi á síðasta kjörtímabili en Lilja kom inn á þing sem utanþingsráðherra en hún tók við sem utanríkisráðherra í apríl 2016. 

Þá er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands með 1,564 milljón á mánuði.

Forstjóri Landspítala með 2,4 milljónir

Eins og fyrr segir eru 49 í flokki opinberra embættismanna og forstjóra ríkisfyrirtækja með hærri laun en Bjarni. Á þeim lista trónir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala á toppnum með 2,4 milljón á mánuði.

Þá eru þrír fyrrverandi framkvæmdastjórar í toppsætunum, þau Gróa B. Jóhannesdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri með 2,2 milljónir á mánuði, Engilbert Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands með 2,15 milljón á mánuði og Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs með 2,01 milljón á mánuði.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aðrir í þessum flokki sem eru með hærri laun en forsætisráðherra er Ólafur Þ. Hauksson, héraðssaksóknari , Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.  

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK