Fallnir bankar skila góðum tekjum

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir mbl.is/Golli

Störf fyrir skilanefnd gamla Landsbankans (LBI) skila ágætum tekjum á síðasta ári en í fyrra var samþykkt að koma á bónuskerfi fyrir þrjá nefndarmenn og framkvæmdastjóra LBI. Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LBI, var með rúmar 23 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra.

Hann er eigandi AH lögmanna en hann var áður framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans.

Kolbeinn Árnason, hdl. og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og stjórnarmaður LBI, var með 7,2 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra. 

Ef listinn yfir tekjur lögfræðinga er skoðaður kemur í ljós að Sigurður G. Guðjónsson var með 7,6 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Óttar Pálsson hjá Logos var með 6,4 milljónir á mánuði og Ragnar Björgvinsson lögfræðingur hjá Glitni var með 6,3 milljónir króna á mánuði í fyrra. 

Arnaldur Jón Gunnarsson, lögmaður hjá Kaupþingi, en hann var með 3,5 milljónir króna á mánuði.

Vart þarf að taka fram að LBI er þrotabú gamla Landsbankans og Glitnir og Kaupþing fóru einnig í þrot árið 2008. 

Tekjur Óttars hafa dregist verulega saman á milli ára en árið 2015 var hann tekju­hæsti lög­fræðing­ur lands­ins með 26,2 millj­ón­ir á mánuði. Óttar var á þeim tíma  stjórn­ar­maður í ALMC, sem áður hét Straum­ur. 

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um, seg­ir í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK