Störf fyrir skilanefnd gamla Landsbankans (LBI) skila ágætum tekjum á síðasta ári en í fyrra var samþykkt að koma á bónuskerfi fyrir þrjá nefndarmenn og framkvæmdastjóra LBI. Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LBI, var með rúmar 23 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra.
Hann er eigandi AH lögmanna en hann var áður framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans.
Kolbeinn Árnason, hdl. og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og stjórnarmaður LBI, var með 7,2 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra.
Ef listinn yfir tekjur lögfræðinga er skoðaður kemur í ljós að Sigurður G. Guðjónsson var með 7,6 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Óttar Pálsson hjá Logos var með 6,4 milljónir á mánuði og Ragnar Björgvinsson lögfræðingur hjá Glitni var með 6,3 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Arnaldur Jón Gunnarsson, lögmaður hjá Kaupþingi, en hann var með 3,5 milljónir króna á mánuði.
Vart þarf að taka fram að LBI er þrotabú gamla Landsbankans og Glitnir og Kaupþing fóru einnig í þrot árið 2008.
Tekjur Óttars hafa dregist verulega saman á milli ára en árið 2015 var hann tekjuhæsti lögfræðingur landsins með 26,2 milljónir á mánuði. Óttar var á þeim tíma stjórnarmaður í ALMC, sem áður hét Straumur.
Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum, segir í blaðinu.