Gunnar Nelson tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Bardagakappinn Gunnar Nelson.
Bardagakappinn Gunnar Nelson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gunnar Nelson bardagaíþróttmaður en tekjuhæsti íþróttamaður ársins í fyrra en tekjur hans á mánuði námu 1,9 milljónum króna á mánuði. 

Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í golfi, er í öðru sæti lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar, með 1,2 milljónir á mánuði. Baldur Sigurðsson, knattspyrnumaður Stjörnunnar, er með tæpar 1,2 milljónir króna.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu og tannlæknir, er með 1,2 milljónir króna á mánuði og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er með 1,1 milljón á mánuði.

Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari í World Class, er með 168 þúsund krónur á mánuði, Jónas Guðni Sævarsson, knattspyrnumaður í Keflavík, er með 161 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra. 

Andri Rúnar Bjarnason, knattspyrnumaður í Grindavík, er með 154 þúsund á mánuði og Hilmar Þór Ólafsson, einkaþjálfari í World Class, er með 153 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Arnar Grétarsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, er með 144 þúsund krónur í tekjur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um, seg­ir í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK