Gunnar Nelson bardagaíþróttmaður en tekjuhæsti íþróttamaður ársins í fyrra en tekjur hans á mánuði námu 1,9 milljónum króna á mánuði.
Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í golfi, er í öðru sæti lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar, með 1,2 milljónir á mánuði. Baldur Sigurðsson, knattspyrnumaður Stjörnunnar, er með tæpar 1,2 milljónir króna.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu og tannlæknir, er með 1,2 milljónir króna á mánuði og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er með 1,1 milljón á mánuði.
Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari í World Class, er með 168 þúsund krónur á mánuði, Jónas Guðni Sævarsson, knattspyrnumaður í Keflavík, er með 161 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra.
Andri Rúnar Bjarnason, knattspyrnumaður í Grindavík, er með 154 þúsund á mánuði og Hilmar Þór Ólafsson, einkaþjálfari í World Class, er með 153 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Arnar Grétarsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, er með 144 þúsund krónur í tekjur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum, segir í blaðinu.