Hallgrímur með 140 þúsund á mánuði

Hallgrímur Helgason rithöfundur.
Hallgrímur Helgason rithöfundur. mbl.is/Einar Falur

Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, er aðeins með 140 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Ragnar Jónsson, rithöfundur og lögfræðingur, er aftur á móti með 1.985 þúsund á mánuði í tekjur.

Hallgrímur hefur verið á starfslaunum listamanna tólf mánuði á ári undanfarin ár en þau nema í ár 370.656 krónum á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indum vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um, seg­ir í blaðinu.

Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, skipar annað sæti listans yfir tekjur listamanna en hann var með 1,7 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra.

Baltasar Kormákur, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, var einnig með tæpar 1,7 milljónir á mánuði. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður var með 1,3 milljónir og Sigríður Beinteinsdóttir söngkona með 1,3 milljónir króna. 

Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) leikari var með 144 þúsund krónur á mánuði í tekjur í fyrra og Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri var með 171 þúsund krónur á mánuði í tekjur í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK