Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi hjá skilanefnd Glitnis, er tekjuhæsti endurskoðandinn í fyrra en tekjur hans námu 7,7 milljónum króna á mánuði í fyrra.
Jóhann G. Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ölgerðarinnar, er næstur á listanum með 3,7 milljónir króna í tekjur á mánuði.
Theodór S. Sigurbergsson, löggiltur endurskoðandi hjá Grant Thornton, var með 2,5 milljónir á mánuði og Matthías Þór Óskarsson hjá KPMG var með 2,1 milljón á mánuði í tekjur í fyrra.
Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi hjá AT-ráðgjöf, er neðstur á lista þeirra endurskoðenda sem rata á síður Tekjublaðs Frjálsrar verslunar í ár. Hann er með 628 þúsund krónur í tekjur á mánuði 2016.
Sighvatur Halldórsson hjá PwG er með 882 þúsund og Árni Sigurður Snæbjörnsson hjá Ernst & Young var með 898 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra.
Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útsvarsskyldar tekjur á árinu 2016 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum, segir í blaðinu.