Efstu forstjórarnir með 2,8 milljónir í meðallaun

Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi …
Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi er launahæsta konan í blaðinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Meðallaun 200 efstu í flokki forstjóra á síðasta ári voru tæplega 2,8 milljónir króna á mánuði. Þar af voru 20 konur og voru meðallaun þeirra tæplega 3,1 milljón á mánuði.

Tvö hundruð efstu forstjórar landsins hækkuðu í launum um 8% á meðan launavísitalan hækkaði um rúmlega 11%. Tvö ár í röð hafa 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum að jafnaði um 8% á ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsri verslun sem gaf út sitt árlega Tekjublað í dag.

Af fimm flokkum þar sem blaðið skoðar sérstaklega meðaltekjur 200 efstu í hverjum flokki fyrir sig eru það aðeins sjómenn sem lækka á milli ára; úr 2,3 milljónum króna í 2,0 milljónir króna á mánuði.

Ef hlutfall kynjanna er sérstaklega skoðað kemur í ljós að alls  45 konur eru á meðal 200 efstu í flokki starfsmanna fjármálafyrirtækja, eða 22%, og þá eru 44 konur meðal 200 efstu í flokki næstráðenda, eða 22%.

Í tilkynningunni er bent á að af 40 efstu í flokki lækna eru aðeins 2 konur og jafnframt bent á að hlutfall kvenna á fyrsta ári í læknisfræði er  2/3 á móti 1/3 karla.

„Því er öðru vísi farið í flokki hjúkrunarfræðinga – en þar eru 60 í því úrtaki og aðeins 1 karlmaður. Meðaltekjur þessara 60 hjúkrunarfræðinga voru 937 þúsund krónur á mánuði,“ segir í tilkynningunni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. Kristján er efstu á lista Frjálsrar Verslunnar. Ljósmynd/Samherji

Efstur á lista í Tekjublaðinu í heild er Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn af þremur stærstu eigendum fyrirtækisins, en hann var með 26 milljónir á mánuði. Í öðru sæti er Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, með 24,5 milljónir á mánuði og þá er Ársæll Hafsteinsson, lögmaður og framkvæmdastjóri LBI, með 23,1 milljón á mánuði.

Efsta konan á blaði er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, með 5,5 milljónir króna á mánuði. Þá er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður Virðingar, í öðru sæti með 4,7 milljónir á mánuði en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er í þriðja sæti með 4,6 milljónir á mánuði. 

Alls eru birtar launatekjur 3.725 einstaklinga í Tekjublaði Frjálsrar verslunar að þessu sinni og sem fyrr koma fjármagnstekjur ekki við sögu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK