Með tæpar 25 milljónir á mánuði

Valur og Róbert, sem eru í tveimur efstu sætunum yfir …
Valur og Róbert, sem eru í tveimur efstu sætunum yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, koma báðir úr lyfjageiranum. Af vef velferðarráðuneytisins

Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, var með 24,6 milljónir á mánuði í tekjur í fyrra en Róbert Wessman, forstjóri Alvogen var með 19,3 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem var að koma út.

Tekið er fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2016 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. 

Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað, en hann telst með útsvarsskyldum tekjum.

Á lista yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja landsins er Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins í þriðja sæti með 11,8 milljónir á mánuði og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri hjá Alcoa í Bandaríkjunum, er með 8,5 milljónir á mánuði.

Fjölnir Torfason, gistihúsaeigandi Hala í Suðursveit, var með 8 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra.

6. sæti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, með 7,7 milljónir

7. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 7,6 milljónir

8. Finnur Árnason, forstjóri Haga, með 6,1 milljón

9. Gylfi Sigurðsson, forstjóri Eimskipa, 6,1 milljón

10. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, með 5,5 milljónir.

Valur Ragnarsson
Valur Ragnarsson
Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK