Mega banna starfsemi Uber

Uber er bara venjuleg flutningaþjónusta að mati Maciej Szpunar, lögfræðings …
Uber er bara venjuleg flutningaþjónusta að mati Maciej Szpunar, lögfræðings við Evrópudómstólinn. AFP

Ríki Evrópusambandsins mega banna leigubílastarfsemi Uber í löndum sínum án þess að upplýsa framkvæmdaráð Evrópusambandsins um málið, vegna þess að Uber er í eðli sínu venjulegt flutningafyrirtæki og fellur því undir lögsögu ríkjanna.

Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir Maciej Szpunar, lögfræðingi við Evrópudómstólinn.

Forsvarsmenn leigubílaforritsins Uber, sem er með höfuðstöðvar sínar í San Francisco, fullyrða hins vegar að Uber sé ekki flutningafyrirtæki, heldur sé um þjónustu að ræða þar sem forrit fyrirtækisins tengir saman farþega og ökumenn sem eru í verktöku á beinni og ódýrari máta en hefðbundin leigubílafyrirtæki.

Uber í Frakklandi höfðaði mál gegn banni franskra stjórnvalda á hendur starfsemi Uber og fullyrða að frönsk stjórnvöld hefðu þurft að fara með málið fyrir framkvæmdastjórn ESB áður en banninu var komið á. Gripu frönsk stjórnvöld til þess ráðs að banna Uber eftir að franskir leigubílstjórar stóðu fyrir hörðum mótmælum gegn veru Uber á markaðinum.

Szpunar segir Uber vera venjulegt flutningafyrirtæki og því þurfi ekki að tilkynna framkvæmdaráðinu um slíkar ákvarðanir. Hann hafi komist að þeirri niðurstöðu við vinnslu álits fyrir spænska dómstóla að Uber á Spáni flokkaðist ekki sem „upplýsingatengd samfélagsþjónusta“.

Því sé það svo, að jafnvel þó að Evrópudómstóllinn ætti á einhverjum tímapunkti að úrskurða hvort Uber-appið teljist upplýsingaþjónusta, feli bann á ólöglegum flutningum ekki í sér tæknilega skýringu á tilskipuninni.

Sagði Szpunar ríkjum ESB því ekki bera að tilkynna framkvæmdaráðinu um bann við akstri Uber, nema þau gripu til sérhæfðra aðgerða gegn upplýsingaþjónustum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK